Umhverfis- og mannvirkjaráð

104. fundur 27. ágúst 2021 kl. 08:15 - 11:06 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson varaformaður
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Tryggvi Már Ingvarsson
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti í forföllum Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur.
Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista mætti í forföllum Andra Teitssonar.

1.Fjárhagsáætlun UMSA 2022

Málsnúmer 2021081199Vakta málsnúmer

Húsaleiguáætlun fyrir árið 2022 lögð fram til samþykktar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða húsaleiguáætlun.

2.Hafnarstræti 16

Málsnúmer 2021081099Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá velferðarsviði varðandi tilfærslu á framkvæmdum á framkvæmdaáætlun. Óskað er eftir því að framkvæmdir við Hafnarstræti 16 fari fram fyrir framkvæmdir við Nonnahaga í framkvæmdaröð vegna velferðarmála.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti breytta forgangsröðun á framkvæmdaáætlun þar sem framkvæmdir við Hafnarstræti 16 eru færðar fremst og vísar því til bæjarráðs til afgreiðslu.

3.Holtahverfi - gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2021023068Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 26. ágúst 2021 varðandi framkvæmdir og stöðuna á gatnagerð við Holtahverfi norður.

4.Slökkvilið - Hrísey

Málsnúmer 2021081117Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 22. júlí 2021 varðandi slökkvibíl í Hrísey.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir lausn samkvæmt framlögðu minnisblaði enda rúmist hún innan reksturs slökkviliðsins.

5.Sjúkraflutningar - COVID

Málsnúmer 2019020255Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 22. júlí 2021 varðandi breytingar á samningum um sjúkraflutninga vegna COVID.

6.Ráðhús Akureyrar

Málsnúmer 2021011696Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar niðurstaða dómnefndar og tillögur í hönnunarsamkeppni vegna viðbyggingar og endurbóta á ráðhúsi Akureyrarbæjar.

7.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundir í grunnskólum

Málsnúmer 2020061178Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit um tillögur sem fram komu á stórþingi ungmenna sem haldið var 6. september 2019 og í viðtalstímum bæjarfulltrúa í grunnskólum bæjarins haustið 2019. Á fundi bæjarráðs þann 26. nóvember sl. var liðunum Umhverfis- og mannvirkjasvið 1-6 vísað til umhverfis- og mannvirkjaráðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir hugmyndir og tillögur sem komu fram og vísar þeim til frekari vinnslu hjá starfsfólki sviðsins, mörgu af því sem óskað var eftir hefur nú þegar verið brugðist við og listinn hafður til hliðsjónar við framkvæmdir.

Fundi slitið - kl. 11:06.