Umhverfis- og mannvirkjaráð

105. fundur 10. september 2021 kl. 08:15 - 11:15 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Tryggvi Már Ingvarsson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti í forföllum Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur.
Sigurjón Jóhannesson D-lista boðaði forföll fyrir sig og varamann sinn.

1.Umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2020110192Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að Umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar 2020-2030 ásamt tillögu að aðgerðaáætlun.

2.Vegagerðin - samningur til stígauppbyggingar

Málsnúmer 2020060095Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að viðbótarsamningi milli Vegagerðarinnar og Akureyrarbæjar um framkvæmd og undirbúning framkvæmda við göngu- og hjólastíga meðfram umferðarþungum götum á Akureyri - viðbót við samning frá maí 2020.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samningsdrögin og vísar þeim til fjárhagsáætlunargerðar.

3.Glerárdalur - styrkveiting 2020-2021

Málsnúmer 2020050067Vakta málsnúmer

Framkvæmdir við stíg inn á Glerárdal ræddar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir stöðuskýrslu um framkvæmdina til þessa og að lögð verði fram verklýsing á áframhaldandi vinnu.

4.Leikskólinn Hulduheimar KOT - ósk um að ættleiða fjöru

Málsnúmer 2021081382Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni Hulduheima um að taka að sér fjöru, hreinsa hana og nefna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar erindinu, þakkar fyrir framtak krakkanna á Hulduheimum og vísar tillögu um formlega nafngift til skipulagsráðs.

5.Fjárhagsáætlun UMSA 2022

Málsnúmer 2021081199Vakta málsnúmer

Lagðar fram gjaldskrár UMSA fyrir 2022.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrár UMSA fyrir árið 2022 og vísar þeim til bæjarlögmanns og bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 11:15.