Bæjarráð

3820. fundur 28. september 2023 kl. 08:15 - 10:55 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Sindri Kristjánsson
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista var forfölluð og varamaður hennar einnig.
Sindri Kristjánsson S-lista mætti í forföllum Hildu Jönu Gísladóttur.

1.Viðauki vegna NPA 2023

Málsnúmer 2023070203Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 13. september 2023:

Lögð fram til samþykktar beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) um upphæð kr. 32,8 milljónir vegna ársins 2023.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um viðauka við fjárhagshagsáætlun og vísar beiðninni áfram til bæjarráðs.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

2.Eining-Iðja - kjarasamningur 2023-2024

Málsnúmer 2023090972Vakta málsnúmer

Kynning á nýgerðum kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands f.h. Einingar-Iðju við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjórum mannauðssviðs og fjársýslusviðs að gera viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.

3.Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna - kjarasamningur 2023-2024

Málsnúmer 2023090963Vakta málsnúmer

Kynning á nýgerðum kjarasamningi Landssambands- slökkviliðs og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjórum mannauðssviðs og fjársýslusviðs að gera viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.

4.Fjárhagsáætlun 2024 - 121

Málsnúmer 2023081920Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 121 - fjársýslusvið, mannauðssvið og þjónustu- og skipulagssvið.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjórum að vinna málið áfram.

5.Holtahverfi norður - auglýsing lóða

Málsnúmer 2021070119Vakta málsnúmer

Liður 16 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. september 2023:

Lögð fram drög að úthlutunarskilmálum fyrir lóðir í Holtahverfi norður. Um er að ræða lóðirnar Þursaholt 14-18, Hulduholt 18, 20-26 og 29, og Álfaholt 4-6, 9-11 og 12-14. Um er að ræða tvær raðhúsalóðir, fjórar parhúsalóðir og eina einbýlishúsalóð.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að það samþykki að lausum lóðum í Holtahverfi norður verði úthlutað eftir útboðsleið með lágmarksverði í samræmi við framlagða skilmála með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Fyrir fundi bæjarráðs liggja uppfærðir útboðs- og úthlutunarskilmálar þar sem lóðinni Hulduholti 5-11 hefur verið bætt við.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjaráð samþykkir að lausum lóðum í Holtahverfi norður verði úthlutað eftir útboðsleið með lágmarksverði í samræmi við framlagða uppfærða skilmála.

6.Strætisvagnar Akureyrar - kaup á vagni

Málsnúmer 2023060064Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 19. september 2023:

Lagt fram minnisblað dagsett 15. september 2023 varðandi kaup á nýjum strætisvagni.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024 kaupum á nýjum dísilknúnum strætisvagni að upphæð kr. 37 milljónir. Vagninn er til afhendingar í janúar 2024 og leysir úr brýnni þörf fyrir endurnýjun vegna hárrar bilanatíðni eldri vagna.

Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista og Óskar Ingi Sigurðsson B-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna kaupanna í fjárhagsáætlun 2024 og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar.


Sindri Kristjánsson S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista bóka:

Við teljum að talsverð óvissa ríki í málefnum strætó hér í bæ. Því til stuðnings má benda á eftirtalin dæmi. Meirihluti L-lista, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks hefur fallið frá ákvörðun um innleiðingu nýs leiðakerfis strætó á Akureyri. Talsverðar líkur eru á því að forsendur fyrir metanvinnslu í bæjarlandinu og nýtingu þess sem orkugjafa strætisvagna og ferliþjónustu séu brostnar. Rætt hefur verið um að umbreyta flotanum yfir í rafmagnsknúna vagna en lítil hreyfing virðist vera í þá átt. Grípa hefur þurft til ákveðinna bráðaaðgerða, líkt og hér eru til umfjöllunar og fela í sér fjárfestingu í tækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, til að halda leiðakerfinu gangandi vegna bágs ástands eldri vagna.

Það er algerlega tímabært að huga að heildarstefnumótun vegna reksturs almenningssamgangna í bænum, bæði hvað varðar strætisvagna og ferliþjónustu, en einnig samspil t.d. strætó og annarra lausna líkt og deilibíla og rafhlaupahjóla. Það er öllum í hag að spornað sé við aukinni bílaumferð í bænum af augljósum ástæðum. Öflugar, hágæða almenningssamgöngur eru lausn í þá átt. Við hvetjum meirihlutann í bæjarstjórn Akureyrar að einhenda sér sem allra fyrst í þessa vinnu og erum boðin og búin að koma að verkefninu með samstarf og hagsmuni bæjarbúa allra að leiðarljósi.

7.Eigendastefna fyrir félög í eigu Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023091318Vakta málsnúmer

Skipun vinnuhóps um gerð eigendastefnu fyrir B-hluta fyrirtæki Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við gerð eigendastefnu og felur bæjarstjóra að útbúa erindisbréf fyrir vinnuhópinn. Eftirtaldir aðilar eru skipaðir í vinnuhópinn; Hlynur Jóhannsson M-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra.

8.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2023091234Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir 2024 sem var samþykkt á 231. fundi Heilbrigðisnefndar 20. september 2023.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir nánari útskýringum á fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra og boðar Leif Þorkelsson framkvæmdastjóra á fund bæjarráðs.

9.Fundargerðir öldungaráðs 2022 - 2023

Málsnúmer 2023050173Vakta málsnúmer

Fundargerð 30. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að vísa 2. lið fundargerðar öldungaráðs til fræðslu- og lýðheilsuráðs.

10.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2023

Málsnúmer 2023011377Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 54. fundar stjórnar SSNE dagsett 6. september 2023.

11.Hafnasamlag Norðurlands 2023

Málsnúmer 2023010868Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 281. fundar stjórnar Hafnasamlags Norðurlands dagsett 19. september 2023.

12.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023011346Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 8. september 2023.

13.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023011346Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 933. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 18. september 2023.

14.Tillaga til þingsályktunar um réttlát græn umskipti, 3. mál

Málsnúmer 2023091233Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 22. september 2023 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um réttlát græn umskipti, 3. mál 2023. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. október 2023 nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0003.pdf

Fundi slitið - kl. 10:55.