Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara

Málsnúmer 2020010595

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 5. fundur - 03.02.2020

Lagt er til að unnin verði sérstök aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samráði öldungaráðs og þeirra ráða og sviða/deilda sem koma að þjónustu við hópinn.
Öldungaráð leggur til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur til að vinna aðgerðaáætlun um málefni eldri borgara. Markmiðið er að ná yfirsýn og upplýsingum á þjónustu ásamt því að gera stefnumótun til framtíðar.

Bæjarráð - 3671. fundur - 13.02.2020

Liður 3. í fundargerð öldungaráðs dagsettri 3. febrúar 2020:

Lagt er til að unnin verði sérstök aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samráði öldungaráðs og þeirra ráða og sviða/deilda sem koma að þjónustu við hópinn.

Öldungaráð leggur til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur til að vinna aðgerðaáætlun um málefni eldri borgara. Markmiðið er að ná yfirsýn og upplýsingum á þjónustu ásamt því að gera stefnumótun til framtíðar.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð - 3674. fundur - 05.03.2020

Liður 3 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 3. febrúar 2020:

Lagt er til að unnin verði sérstök aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samráði öldungaráðs og þeirra ráða og sviða/deilda sem koma að þjónustu við hópinn.

Öldungaráð leggur til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur til að vinna aðgerðaáætlun um málefni eldri borgara. Markmiðið er að ná yfirsýn og upplýsingum á þjónustu ásamt því að gera stefnumótun til framtíðar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 13. febrúar sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar umfjöllun til samráðsfundar bæjarstjórnar og öldungaráðs.

Öldungaráð - 6. fundur - 09.03.2020

Áframhald umræðu frá síðasta fundi.

Á fundi bæjarráðs þann 5. mars var eftirfarandi bókað:

"Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar umfjöllun til samráðsfundar bæjarstjórnar og öldungaráðs."

Öldungaráð - 7. fundur - 08.06.2020

Lögð fram til kynningar ályktun ásamt greinargerð frá aðalfundi félags eldri borgara sem haldinn var þriðjudaginn 2. júní sl.

Óskað er eftir því að vinna við gerð heildstæðrar aðgerðaáætlunar um málefni eldri borgara hefjist sem fyrst.

Bæjarráð - 3715. fundur - 04.02.2021

Erindi dagsett 22. janúar 2021 þar sem Hallgrímur Gíslason f.h. Félags eldri borgara á Akureyri ítrekar ósk félagsins um að unnin verði heildstæð aðgerðaáælun vegna þjónustu við eldri borgara í samvinnu allra viðkomandi aðila.

Málið var til umræðu á fundi bæjarráðs 13. febrúar 2020 og 5. mars 2020 og var þá vísað til samráðsfundar bæjarstjórnar og öldungaráðs. Sá fundur var haldinn 13. október 2020 og kom málið þar til tals en engin ákvörðun var tekin.
Meirihluti bæjarráðs óskar eftir því við frístunda- og velferðarráð að mynda samráðshóp um aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samræmi við velferðar- og íþróttastefnu Akureyrarbæjar. Meirihluti bæjarráðs leggur til að horft verði sérstaklega til nýútkominnar skýrslu um heilsueflingu aldraðra. Meirihluti bæjarráðs leggur áherslu á að málið verði unnið eins hratt og auðið er.

Hlynur Jóhannsson M-lista greiðir atkvæði á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:

Er á móti því að setja þetta í enn eina nefndina, tel að eldra fólk eigi inni hjá bænum að þetta sé unnið með skilvirkari hætti. Eins og þetta er afgreitt hjá bæjarráði er verið að tefja málið.

Frístundaráð - 90. fundur - 10.02.2021

Á fundi bæjarráðs þann 4. febrúar sl. var tekið fyrir erindi dagsett 22. janúar 2021 þar sem Hallgrímur Gíslason f.h. Félags eldri borgara á Akureyri ítrekar ósk félagsins um að unnin verði heildstæð aðgerðaáælun vegna þjónustu við eldri borgara í samvinnu allra viðkomandi aðila.

Meirihluti bæjarráðs vísaði málinu til frístunda- og velferðarráðs með eftirfarandi bókun:

Meirihluti bæjarráðs óskar eftir því við frístunda- og velferðarráð að mynda samráðshóp um aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samræmi við velferðar- og íþróttastefnu Akureyrarbæjar. Meirihluti bæjarráðs leggur til að horft verði sérstaklega til nýútkominnar skýrslu um heilsueflingu aldraðra. Meirihluti bæjarráðs leggur áherslu á að málið verði unnið eins hratt og auðið er.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að skipa Bjarka Ármann Oddsson og Evu Hrund Einarsdóttur í samráðshóp um aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara.

Velferðarráð - 1333. fundur - 17.02.2021

Tekin fyrir beiðni bæjarráðs um að skipa fulltrúa í vinnuhóp til þess að móta aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara.
Velferðarráð skipar Heimi Haraldsson formann velferðarráðs og Bergdísi Ösp Bjarkadóttur forstöðumann heimaþjónustu í vinnuhópinn.

Öldungaráð - 12. fundur - 01.03.2021

Bæjarráð hefur samþykkt að hefja vinnu við aðgerðaráætlun samanber bókun frá fundi þann 4. febrúar sl.

"Meirihluti bæjarráðs óskar eftir því við frístunda- og velferðarráð að mynda samráðshóp um aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samræmi við velferðar- og íþróttastefnu Akureyrarbæjar. Meirihluti bæjarráðs leggur til að horft verði sérstaklega til nýútkominnar skýrslu um heilsueflingu aldraðra. Meirihluti bæjarráðs leggur áherslu á að málið verði unnið eins hratt og auðið er."

Óskað er eftir að öldungaráð skipi einn fulltrúa í samráðshóp um gerð aðgerðaáætlunar.
Öldungaráð samþykkir að skipa Sigríði Stefánsdóttur sem fulltrúa í samráðshóp um gerð aðgerðaáætlunar.
Helgi Snæbjarnarson vék af fundi kl. 10:30 og tók Sigríður Stefánsdóttir við stjórn fundarins.

Öldungaráð - 15. fundur - 23.08.2021

Sigríður Stefánsdóttir gerði grein fyrir vinnu stýrihóps um gerð aðgerðaáætlunar.
Öldungaráð þakkar Sigríði fyrir kynninguna.

Ráðið er sammála því að áfangaskipta vinnunni og áherslan verði á aukna heilsueflingu í fyrsta áfanga.

Ráðið hvetur til að settur verði kraftur í aðgerðaáætlun þannig að hægt verði að taka mið af tillögum við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

Frístundaráð - 99. fundur - 01.09.2021

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Eva Hrund Einarsdóttir formaður gerðu grein fyrir vinnu við aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara.

Öldungaráð - 16. fundur - 27.09.2021

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Sigríður Stefánsdóttir varaformaður gerðu grein fyrir vinnu stýrihóps um aðgerðaáætlun eldri borgara.
Öldungaráð þakkar Bjarka og Sigríði fyrir kynninguna.

Öldungaráð ítrekar bókun frá síðasta fundi þar sem hvatt var til að settur verði kraftur í aðgerðaáætlun þannig að hægt verði að taka mið af tillögum við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

Frístundaráð - 101. fundur - 12.10.2021

Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara lögð fram til kynningar.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3746. fundur - 04.11.2021

Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara lögð fram til kynningar.

Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fyrir metnaðarfulla aðgerðaáætlun og vísar henni til umræðu um gerð fjárhagsáætlunar 2022.

Öldungaráð - 17. fundur - 08.11.2021

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Sigríður Stefánsdóttir varaformaður gerðu grein fyrir aðgerðaáætlun eldri borgara.
Öldungaráð skorar á bæjarráð að það samþykki áætlunina formlega, vísi kostnaði til fjárhagsáætlunargerðar, en samþykki aðra þætti.

Bæjarráð - 3750. fundur - 02.12.2021

Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara lögð fram til umræðu.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 4. nóvember sl. þar sem því var vísað til umræðu um gerð fjárhagsáætlunar 2022. Málið var einnig á dagskrá öldungaráðs þann 9. nóvember sl. og skoraði ráðið á bæjarráð að það samþykki áætlunina formlega, vísi kostnaði til fjárhagsáætlunargerðar, en samþykki aðra þætti.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Eva Hrund Einarsdóttir formaður frístundaráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með vinnu starfshópsins og samþykkir framlagða aðgerðaáætlun að undanskilinni aðgerð vegna hreystitækja sem vísað er til nánari greiningar hjá umhverfis- og mannvirkjasviði. Gert er ráð fyrir 20,3 milljónum króna vegna aðgerðaáætlunarinnar í fjárhagsáætlun ársins 2022.

Öldungaráð - 18. fundur - 06.12.2021

Þann 2. desember sl. samþykkti bæjarráð fyrsta hluta aðgerðaáætlunar í málefnum eldri borgara á Akureyri. Aðgerðaáætlunin, sem gildir út árið 2022, tekur fyrst og fremst á heilsueflingu, félagsstarfi og upplýsingagjöf.

Inn á fund öldungaráðs undir þessum lið komu Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs og Eva Hrund Einarsdóttir formaður frístundaráðs og bæjarfulltrúi.
Ráðið fagnar samþykkt áætlunarinnar og hvetur til þess að strax hefjist vinna samkvæmt henni og haldið verði áfram með næsta áfanga.

Öldungaráð óskar eftir að vera í samráði og eiga aðild að framkvæmd einstakra liða áætlunarinnar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 2. fundur - 24.01.2022

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundarmála gerði grein fyrir stöðu aðgerða í málefnum eldri borgara.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 113. fundur - 28.01.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 26. janúar 2022 varðandi uppsetningu hreystitækja fyrir fullorðna.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð lýsir yfir ánægju með uppsetningu hreystitækjanna.

Öldungaráð - 20. fundur - 29.04.2022

Umræður um stöðu innleiðingar aðgerðaáætlunar í málefnum eldri borgara sem og næstu skref við vinnu aðgerðaáætlunarinnar.
Öldungaráð lýsir ánægju með það sem þegar hefur verið gert og það sem er í vinnslu. Mörg atriði aðgerðaáætlunar eru hins vegar þegar orðin á eftir tímamörkum. Öldungaráð skorar á bæjarstjórn og ábyrgðaraðila einstakra þátta í aðgerðaáætluninni að koma málum í undirbúning og framkvæmd og hafa samráð og samvinnu frá upphafi við tilgreinda samstarfsaðila.

Ráðið ítrekar bókun frá síðasta fundi um að hefja þegar undirbúning næsta áfanga áætlunarinnar. Að öðrum kosti getur mikilvæg stefnumótun dregist úr hófi.