Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara

Málsnúmer 2020010595

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 5. fundur - 03.02.2020

Lagt er til að unnin verði sérstök aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samráði öldungaráðs og þeirra ráða og sviða/deilda sem koma að þjónustu við hópinn.
Öldungaráð leggur til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur til að vinna aðgerðaáætlun um málefni eldri borgara. Markmiðið er að ná yfirsýn og upplýsingum á þjónustu ásamt því að gera stefnumótun til framtíðar.

Bæjarráð - 3671. fundur - 13.02.2020

Liður 3. í fundargerð öldungaráðs dagsettri 3. febrúar 2020:

Lagt er til að unnin verði sérstök aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samráði öldungaráðs og þeirra ráða og sviða/deilda sem koma að þjónustu við hópinn.

Öldungaráð leggur til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur til að vinna aðgerðaáætlun um málefni eldri borgara. Markmiðið er að ná yfirsýn og upplýsingum á þjónustu ásamt því að gera stefnumótun til framtíðar.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð - 3674. fundur - 05.03.2020

Liður 3 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 3. febrúar 2020:

Lagt er til að unnin verði sérstök aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samráði öldungaráðs og þeirra ráða og sviða/deilda sem koma að þjónustu við hópinn.

Öldungaráð leggur til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur til að vinna aðgerðaáætlun um málefni eldri borgara. Markmiðið er að ná yfirsýn og upplýsingum á þjónustu ásamt því að gera stefnumótun til framtíðar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 13. febrúar sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar umfjöllun til samráðsfundar bæjarstjórnar og öldungaráðs.

Öldungaráð - 6. fundur - 09.03.2020

Áframhald umræðu frá síðasta fundi.

Á fundi bæjarráðs þann 5. mars var eftirfarandi bókað:

"Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar umfjöllun til samráðsfundar bæjarstjórnar og öldungaráðs."

Öldungaráð - 7. fundur - 08.06.2020

Lögð fram til kynningar ályktun ásamt greinargerð frá aðalfundi félags eldri borgara sem haldinn var þriðjudaginn 2. júní sl.

Óskað er eftir því að vinna við gerð heildstæðrar aðgerðaáætlunar um málefni eldri borgara hefjist sem fyrst.

Bæjarráð - 3715. fundur - 04.02.2021

Erindi dagsett 22. janúar 2021 þar sem Hallgrímur Gíslason f.h. Félags eldri borgara á Akureyri ítrekar ósk félagsins um að unnin verði heildstæð aðgerðaáælun vegna þjónustu við eldri borgara í samvinnu allra viðkomandi aðila.

Málið var til umræðu á fundi bæjarráðs 13. febrúar 2020 og 5. mars 2020 og var þá vísað til samráðsfundar bæjarstjórnar og öldungaráðs. Sá fundur var haldinn 13. október 2020 og kom málið þar til tals en engin ákvörðun var tekin.
Meirihluti bæjarráðs óskar eftir því við frístunda- og velferðarráð að mynda samráðshóp um aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samræmi við velferðar- og íþróttastefnu Akureyrarbæjar. Meirihluti bæjarráðs leggur til að horft verði sérstaklega til nýútkominnar skýrslu um heilsueflingu aldraðra. Meirihluti bæjarráðs leggur áherslu á að málið verði unnið eins hratt og auðið er.

Hlynur Jóhannsson M-lista greiðir atkvæði á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:

Er á móti því að setja þetta í enn eina nefndina, tel að eldra fólk eigi inni hjá bænum að þetta sé unnið með skilvirkari hætti. Eins og þetta er afgreitt hjá bæjarráði er verið að tefja málið.

Frístundaráð - 90. fundur - 10.02.2021

Á fundi bæjarráðs þann 4. febrúar sl. var tekið fyrir erindi dagsett 22. janúar 2021 þar sem Hallgrímur Gíslason f.h. Félags eldri borgara á Akureyri ítrekar ósk félagsins um að unnin verði heildstæð aðgerðaáælun vegna þjónustu við eldri borgara í samvinnu allra viðkomandi aðila.

Meirihluti bæjarráðs vísaði málinu til frístunda- og velferðarráðs með eftirfarandi bókun:

Meirihluti bæjarráðs óskar eftir því við frístunda- og velferðarráð að mynda samráðshóp um aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samræmi við velferðar- og íþróttastefnu Akureyrarbæjar. Meirihluti bæjarráðs leggur til að horft verði sérstaklega til nýútkominnar skýrslu um heilsueflingu aldraðra. Meirihluti bæjarráðs leggur áherslu á að málið verði unnið eins hratt og auðið er.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að skipa Bjarka Ármann Oddsson og Evu Hrund Einarsdóttur í samráðshóp um aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara.

Velferðarráð - 1333. fundur - 17.02.2021

Tekin fyrir beiðni bæjarráðs um að skipa fulltrúa í vinnuhóp til þess að móta aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara.
Velferðarráð skipar Heimi Haraldsson formann velferðarráðs og Bergdísi Ösp Bjarkadóttur forstöðumann heimaþjónustu í vinnuhópinn.

Öldungaráð - 12. fundur - 01.03.2021

Bæjarráð hefur samþykkt að hefja vinnu við aðgerðaráætlun samanber bókun frá fundi þann 4. febrúar sl.

"Meirihluti bæjarráðs óskar eftir því við frístunda- og velferðarráð að mynda samráðshóp um aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samræmi við velferðar- og íþróttastefnu Akureyrarbæjar. Meirihluti bæjarráðs leggur til að horft verði sérstaklega til nýútkominnar skýrslu um heilsueflingu aldraðra. Meirihluti bæjarráðs leggur áherslu á að málið verði unnið eins hratt og auðið er."

Óskað er eftir að öldungaráð skipi einn fulltrúa í samráðshóp um gerð aðgerðaáætlunar.
Öldungaráð samþykkir að skipa Sigríði Stefánsdóttur sem fulltrúa í samráðshóp um gerð aðgerðaáætlunar.
Helgi Snæbjarnarson vék af fundi kl. 10:30 og tók Sigríður Stefánsdóttir við stjórn fundarins.