Öldungaráð

18. fundur 06. desember 2021 kl. 09:00 - 11:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Sigríður Stefánsdóttir fulltrúi ebak
  • Halldór Gunnarsson fulltrúi ebak
  • Valgerður Jónsdóttir fulltrúi ebak
  • Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi hsn
Starfsmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson Forstöðumaður tómstundamála
Dagskrá

1.Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara

Málsnúmer 2020010595Vakta málsnúmer

Þann 2. desember sl. samþykkti bæjarráð fyrsta hluta aðgerðaáætlunar í málefnum eldri borgara á Akureyri. Aðgerðaáætlunin, sem gildir út árið 2022, tekur fyrst og fremst á heilsueflingu, félagsstarfi og upplýsingagjöf.

Inn á fund öldungaráðs undir þessum lið komu Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs og Eva Hrund Einarsdóttir formaður frístundaráðs og bæjarfulltrúi.
Ráðið fagnar samþykkt áætlunarinnar og hvetur til þess að strax hefjist vinna samkvæmt henni og haldið verði áfram með næsta áfanga.

Öldungaráð óskar eftir að vera í samráði og eiga aðild að framkvæmd einstakra liða áætlunarinnar.

2.Fjárhagsáætlun 2022 - samráð öldungaráðs og bæjarráðs

Málsnúmer 2021051547Vakta málsnúmer

Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs og Eva Hrund Einarsdóttir formaður frístundaráðs og bæjarfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið og ræddu fjárhagsáætlun ársins 2022.
Öldungaráð þakkar þeim kærlega fyrir yfirferðina.

Öldungaráð hvetur til þess að komið verði til móts við notendur Glerárlaugar varðandi opnunartíma fyrir almenning og að skerðingin verði sem minnst.

3.Málefni öldrunarheimila á Akureyri

Málsnúmer 2021111633Vakta málsnúmer

Umræða um málefni öldrunarheimila á Akureyri.

Tilboð hefur borist í húsnæði Öldrunarheimila Akureyrarbæjar frá Heilsuvernd ehf.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs og Eva Hrund Einarsdóttir formaður frístundaráðs og bæjarfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Öldungaráð er algjörlega á móti sölu húsnæðis öldrunarheimila til einkaaðila. Samningar um rekstur eru tímabundnir og ófært að húsnæðið sé ekki í opinberri eigu ef breytingar verða á því hver rekur heimilin.

4.Heilsuefling eldri borgara

Málsnúmer 2018100166Vakta málsnúmer

Umræður um heilsueflingu eldri borgara og nýtingu styrks frá ríkinu en 80 milljónir króna voru settar í félagsstarf fullorðinna í samvinnu við sveitarfélögin þar sem sveitarfélögunum gafst kostur á að sækja um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna sem miðuðu að því að virkja hópinn með fjölbreyttum úrræðum.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála gerði grein fyrir nýtingu styrksins.
Öldungaráð þakkar fyrir upplýsingarnar og er ánægt með að styrkurinn hefur nýst vel í mörg verkefni. Vonbrigði eru að verkefni velferðarsviðs hafi ekki komið til framkvæmda.

Fundi slitið - kl. 11:00.