Öldungaráð

17. fundur 08. nóvember 2021 kl. 09:00 - 10:30 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Sigríður Stefánsdóttir fulltrúi ebak
  • Halldór Gunnarsson fulltrúi ebak
  • Hallgrímur Gíslason varafulltrúi ebak
  • Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi hsn
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Hallgrímur Gíslason varafulltrúi EBAK mættir í forföllum Valgerðar Jónsdóttur.
Arnrún Halla Arnórsdóttir S-lista boðaði forföll sem og varamaður hennar.

1.Þjónustumiðstöð fyrir eldra fólk að Þursaholti 4 - aðkoma Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2021102306Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. október 2021 frá Hallgrími Gíslasyni formanni EBAK vegna húsnæðismála fyrir eldri borgara tengt uppbyggingu í Holtahverfi.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður í heimaþjónustu A tóku þátt í fundinum undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Öldungaráð tekur undir það sem kemur fram í bréfi EBAK, varðandi þjónustumiðstöð í Holtahverfi. Jafnframt vill ráðið benda á að nauðsynlegt sé, að þegar útlit er fyrir fjölmennt hverfi eldri borgara þá sé horft heildstætt á uppbyggingu þjónustu bæjarins t.d. hvað varðar leiguíbúðir fyrir eldri borgara, almenningssamgöngur, útivist o.fl.

2.Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara

Málsnúmer 2020010595Vakta málsnúmer

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Sigríður Stefánsdóttir varaformaður gerðu grein fyrir aðgerðaáætlun eldri borgara.
Öldungaráð skorar á bæjarráð að það samþykki áætlunina formlega, vísi kostnaði til fjárhagsáætlunargerðar, en samþykki aðra þætti.

3.Kynning á starfsemi HSN

Málsnúmer 2021091147Vakta málsnúmer

Eva Björg Guðmundsdóttir deildarstjóri heimahjúkrunar og fulltrúi HSN í öldungaráði kynnti starfsemi HSN.
Öldungaráð þakkar Evu Björgu fyrir góða og fróðlega kynningu.

Í lok fundar vildi formaður koma á framfæri kveðju til Kristins J. Reimarssonar sviðsstjóra samfélagssvið sem verið hefur starfsmaður ráðsins. Um leið og honum er þakkað fyrir mjög gott samstarf er honum óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Fundi slitið - kl. 10:30.