Stjórn Akureyrarstofu

290. fundur 05. desember 2019 kl. 14:00 - 15:30 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Fanney Stefánsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá
Sigfús Karlsson B-lista boðaði forföll sem og varamaður hans.

1.Sigurhæðir

Málsnúmer 2019090404Vakta málsnúmer

Deildarstjóri Akureyrarstofu kynnti umsóknir sem bárust um leigu á Sigurhæðum.
Stjórn Akureyrarstofu felur deildarstjóra Akureyrarstofu að vinna úr umsóknum og leggja fram tillögu á næsta fundi.

2.Listasafnið á Akureyri - samningur um rekstur kaffihúss

Málsnúmer 2018010273Vakta málsnúmer

Samningur um rekstur kaffihúss í Listasafninu lagður fram til samþykktar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn.

3.Skáldahúsin - þjónustusamningur

Málsnúmer 2019100365Vakta málsnúmer

Þjónustusamningur við Minjasafnið vegna Skáldahúsanna lagður fram til samþykktar. Lagt er til að gerður verði samningur til eins árs.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn.

4.17. júní hátíðahöld

Málsnúmer 2015020072Vakta málsnúmer

Samningur við Skátafélagið Klakk vegna 17. júní hátíðahaldanna lagður fram til samþykktar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn.

5.Menningarhúsið Hof - 10 ára afmæli 2020

Málsnúmer 2019110062Vakta málsnúmer

Deildarstjóri Akureyrarstofu kynnti hugmynd að skipan afmælisnefndar vegna 10 ára afmælis Hofs á árinu 2020.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Þórgný Dýrfjörð og Finn Dúa Sigurðsson sem fulltrúa í afmælisnefnd.

6.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál - endurnýjun 2021

Málsnúmer 2019120027Vakta málsnúmer

Samstarfssamningur ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál rennur út í lok árs 2020. Hefja þarf samningaviðræður í upphafi árs 2020 og því mikilvægt að stjórn Akureyrarstofu setji sér samningsmarkmið.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum Akureyrarstofu að undirbúa og koma á fundi með hagsmunaaðilum um miðjan janúar þar sem farið verði í að skilgreina sameiginleg markmið.

7.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir stjórn Akureyrarstofu.

8.Stjórn Akureyrarstofu - fundaáætlun 2020

Málsnúmer 2019120006Vakta málsnúmer

Fundaáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir vorönn 2020 lögð fram til samþykktar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagða fundaáætlun.

Fundi slitið - kl. 15:30.