Stjórn Akureyrarstofu

301. fundur 25. júní 2020 kl. 14:00 - 15:32 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Fanney Stefánsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá

1.Samningur við Gilfélagið um leigu á Deiglunni

Málsnúmer 2020020492Vakta málsnúmer

Samningur við Gilfélagið um leigu á Deiglunni lagður fram til kynningar.



Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að uppfæra samninginn miðað við umræður á fundinum og óska eftir frekari gögnum frá Gilfélaginu.

2.Sigurhæðir - leiga húsnæðis

Málsnúmer 2019090404Vakta málsnúmer

Deildarstjóri Akureyrarstofu gerði grein fyrir stöðu máls vegna leigu á Sigurhæðum.

3.Héraðsskjalasafnið á Akureyri

Málsnúmer 2020060055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 29. maí 2020 frá héraðsskjalavörðum í Kópavogi, á Selfossi, í Mosfellsbæ, Höfn í Hornafirði og Búðardal varðandi stöðu Héraðsskjalasafnsins á Akureyri vegna skipulagsbreytinga.

4.Hátíðahöld á vegum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2020060901Vakta málsnúmer

Umræða um fyrirkomulag hátíðahalda á vegum Akureyrarbæjar sérstaklega í ljósi COVID-19.

Deildarstjóri Akureyrarstofu gerði grein fyrir fyrirkomulagi hátíða sumarið 2020.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með það hvernig til tókst með 17. júní hátíðahöldin og þakkar starfsfólki Akureyrarstofu fyrir gott skipulag.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2021

Málsnúmer 2020060900Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gögn er varða vinnu við starfs- og fjárhagsáætlunargerð stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2021.

6.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2020

Málsnúmer 2020040153Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit janúar - apríl 2020 lagt fram til kynningar.

7.Markaðsstofa Norðurlands - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020040527Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá því 5., 8. og 13. maí 2020 lagðar fram til kynningar.

8.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2019-2020

Málsnúmer 2020020650Vakta málsnúmer

Fundargerðir SSNE nr. 8., 9. og 10 lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir AFE

Málsnúmer 2019040049Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar AFE nr. 243, 244 og 245 lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir safnráðs Listasafnsins á Akureyri

Málsnúmer 2002040036Vakta málsnúmer

Fundargerð safnráðs Listasafnsins á Akureyri nr. 24 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:32.