Nútímavæðing í skólum

Málsnúmer 2017080076

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 13. fundur - 21.08.2017

Ingunn Högnadóttir vék af fundi kl. 15:53.
Rætt um að móta heildarstefnu í tæknimálum skólanna.

Fræðsluráð - 14. fundur - 04.09.2017

Dagbjört Pálsdóttir formaður fræðslusviðs fór yfir hugmyndir um nútímavæðingu í skólum. Dagbjört sagði m.a. frá fundi sem hún átti með skólastjórnendum um nýtingu tækni í skólastarfi.

Fræðsluráð - 21. fundur - 04.12.2017

Samtal um nútímavæðingu í leik- og grunnskólum.

Á opnum kynningarfundi bæjarstjórnar þann 29. nóvember 2017 um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar, var kynnt ákvörðun um að setja kr. 20 milljónir á ári næstu þrjú árin til að styðja við nútímavæðingu í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar, samtals 60 milljónir króna.
Fræðsluráð fagnar ákvörðuninni.

Fræðsluráð - 8. fundur - 19.03.2018

Í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2018 skal verja kr. 20 milljónum til stuðnings nútímavæðingar í leik- og grunnskólum. Jafnframt er gert ráð fyrir kr. 20 milljóna framlagi 2019 og 2020, samtals 60 milljónum. Mikilvægt er að ráðstöfun fjárins byggi á stefnu og þarfagreiningu sem ekki liggur enn fyrir. Ekki eru forsendur fyrir því að byrja á verkefninu fyrr en greining og stefnumörkun liggur fyrir.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að gera þarfagreiningu/tillögu í samráði við stjórnendur leik- og grunnskóla.

Fræðsluráð - 9. fundur - 16.04.2018

Sviðsstjóri lagði fram tillögu að skiptingu fjárveitingar til leik- og grunnskóla vegna þróunar í upplýsingartækni.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um skiptingu fjármagns til þróunar á upplýsingatækni í leik- og grunnskólum Akureyrarkaupstaðar.

Fræðsluráð - 8. fundur - 12.04.2019

Minnisblað um þróun og stefnumörkun í upplýsingatækni í leik- og grunnskólum lagt fram til umræðu.
Áður en ákveðið verður hvernig verja skuli fjármunum sem ætlaðir eru í nútímavæðingu skólanna í ár felur fræðsluráð starfsfólki skrifstofu fræðslusviðs að vinna að úttekt á tækjakosti og tæknimálum í öllum skólum, hver staðan er í kennslu upplýsingatækni ásamt því hvernig starfsþróun er háttað.

Fræðsluráð - 11. fundur - 03.06.2019

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs lagði fram til kynningar minnisblað um stöðu upplýsingatækni í leik- og grunnskólum. Tillaga að skiptingu á sérstöku framlagi til eflingar upplýsingatækni lögð fram.
Fræðsluráð staðfestir framlagða tillögu að skiptingu fjármagns til eflingar upplýsingartækni.

Fræðsluráð - 26. fundur - 17.02.2020

Forstöðumaður rekstrar kynnti tillögu að skiptingu fjármuna vegna nútímavæðingar skólanna fyrir árið 2020.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um skiptingu fjármagns til þróunar skólastarfs í leik- og grunnskólum.