Fræðsluráð

13. fundur 21. ágúst 2017 kl. 13:30 - 16:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Baldvin Valdemarsson
  • Brynhildur Pétursdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
Fundargerð ritaði: Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Erna Rós Ingvarsdóttir fulltrúi leikskólastjórnenda boðaði forföll vegna veikinda.
Vilborg Hreinsdóttir fulltrúi leikskólakennara mætti ekki á fund og boðaði ekki forföll.

1.Grunnskólar Akureyrarbæjar - gjaldfrjáls námsgögn

Málsnúmer 2017060154Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður reksturs á fræðslusviði fór yfir verklag og niðurstöður útboðs í kjölfar ákvörðunar fræðsluráðs á fundi þann 26. júní síðastliðinn um að veita gjaldfrjáls námsgögn.
Eftir ákvörðun fræðsluráðs um að veita gjaldfrjáls námsgögn, var farið af stað í örútboð vegna innkaupa á skólagögnum.

Tvö tilboð bárust:

Penninn kr. 6.983.790

Egilsson/A4 kr. 6.450.541

Gengið var til samninga við lægstbjóðanda, Egilsson/A4.Fræðsluráð vill færa stjórnendum grunnskóla og starfsfólki fræðslusviðs kærar þakkir fyrir að bregðast vel við í upphafi sumars við að ljúka innkaupalistum skólanna þannig að mögulegt yrði að fara í útboðið.

2.Glerárskólareitur - framtíðarskipulag

Málsnúmer 2017080068Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fræðslusviðs fór yfir stöðu á undirbúningi nýbyggingar leikskóla á Glerárskólareit og hugmyndir um næstu skref.

3.Rekstur fræðslumála 2017

Málsnúmer 2017040126Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður reksturs á fræðslusviði fór yfir rekstur fræðslumála tímabilið janúar - júní 2017.

4.Móðurmálskennsla fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku

Málsnúmer 2017080069Vakta málsnúmer

Árið 2015 kom út skýrsla starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um móðurmálskennslu barna með annað móðurmál en íslensku.

Mikilvægt er að Akureyrarbær móti stefnu á þessu sviði.
Fræðsluráð telur mikilvægt að skoða þennan málaflokk enn frekar og felur fræðslusviði að safna frekari upplýsingum um málið.

5.Framkvæmdaáætlun 2016-2020

Málsnúmer 2015090294Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjasvið vinnur að endurskoðun á framkvæmdaáætlun fyrir árin 2017-2020. Áætlunin yfirfarin.

6.Upplýsingar um dagvistunar- og leikskólamál

Málsnúmer 2017010168Vakta málsnúmer

Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fór yfir stöðu mála í innritun í leikskóla og nýja leikskóladeild í Glerárskóla.
Ingunn Högnadóttir vék af fundi kl. 15:53.

7.Nútímavæðing í skólum

Málsnúmer 2017080076Vakta málsnúmer

Rætt um að móta heildarstefnu í tæknimálum skólanna.
Halldór Guðmann Karlsson tilkynnti að þetta væri hans síðasti fundur sem áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna í fræðsluráði. Hann þakkaði fundarmönnum samstarfið. Ekki hefur verið kjörinn fulltrúi foreldra grunnskólabarna í hans stað enn sem komið er.
Dagbjört Pálsdóttir formaður þakkaði Halldóri samstarfið fyrir hönd fræðsluráðs.

Fundi slitið - kl. 16:30.