Fræðsluráð

8. fundur 19. mars 2018 kl. 13:30 - 16:05 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Guðmundur H Sigurðarson
  • Þórhallur Harðarson
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista sat fundinn í forföllum Dagnýjar Þóru Baldursdóttur.

1.Hvernig getur skólaþjónusta sveitarfélaga stutt við starfsþróun skóla?

Málsnúmer 2018010414Vakta málsnúmer

Hermína Gunnþórsdóttir dósent við Háskólann á Akureyri og Birna María B. Svanbjörnsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri mættu á fundinn og kynntu erindi sem þær fluttu á Skólaþingi sveitarfélaga 6. nóvember 2017.

2.Skólavogin 2018

Málsnúmer 2018030274Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti Skólavogina sem er matskerfi fyrir grunnskóla.

3.Skóladagatal grunnskólanna 2018-2019

Málsnúmer 2018030275Vakta málsnúmer

Skóladagatöl grunnskólanna 2018-2019 voru lögð fyrir fundinn til yfirferðar og staðfestingar. Sviðsstjóri kynnti yfirlit um öll skóladagatöl grunnskólanna sem fylgdi með í málsskjali.
Fræðsluráð samþykkir skóladagatöl grunnskólanna fyrir skólaárið 2018-2019.

4.Háskólinn á Akureyri og Akureyrarkaupstaður - rammasamningur

Málsnúmer 2011110017Vakta málsnúmer

Í ljósi þess að verið er að endurskoða skólastefnu Akureyrarbæjar og nýlega búið að gera skipulagsbreytingar á fræðslusviði er ástæða til að samningur við Miðstöð skólaþróunar HA verði tekinn til endurskoðunar.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að yfirfara gildandi samning með fulltrúum Háskólans með það fyrir augum að endurskoða framkvæmd hans.

5.Nútímavæðing í skólum

Málsnúmer 2017080076Vakta málsnúmer

Í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2018 skal verja kr. 20 milljónum til stuðnings nútímavæðingar í leik- og grunnskólum. Jafnframt er gert ráð fyrir kr. 20 milljóna framlagi 2019 og 2020, samtals 60 milljónum. Mikilvægt er að ráðstöfun fjárins byggi á stefnu og þarfagreiningu sem ekki liggur enn fyrir. Ekki eru forsendur fyrir því að byrja á verkefninu fyrr en greining og stefnumörkun liggur fyrir.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að gera þarfagreiningu/tillögu í samráði við stjórnendur leik- og grunnskóla.

6.Langtímaáætlun fræðslumála 2018-2027

Málsnúmer 2017050029Vakta málsnúmer

Lögð fram langtímaáætlun fræðslumála 2018-2027 til afgreiðslu.
Fræðsluráð vísar langtímaáætlun fræðslumála 2018-2027 til bæjarráðs til frekari úrvinnslu.

Fundi slitið - kl. 16:05.