Bæjarstjórn

3424. fundur 05. desember 2017 kl. 16:00 - 18:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Preben Jón Pétursson
 • Anna Hildur Guðmundsdóttir
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Sigríður Huld Jónsdóttir
 • Baldvin Valdemarsson
 • Edward Hákon Huijbens
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista mætti í forföllum Silju Daggar Baldursdóttur.
Edward Hákon Huijbens V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.

1.Síðuskóli - innkeyrsla

Málsnúmer 2015110127Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarstjórn frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 7. nóvember sl.

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. október 2017:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla vegna breytinga á innkeyrslu á lóðina var auglýst frá 16. ágúst 2017 með athugasemdafresti til 27. september 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

2 athugasemdir bárust:

1) Guðmundur Karl Atlason, dagsett 26. ágúst 2017.

Guðmundur kemur með aðrar tillögur að gatnamótum við Síðuskóla.

a) Að hringtorg verði sett á gatnamót Bugðusíðu, Arnarsíðu og innkeyrslu að Síðuskóla.

b) Hámarkshraði á skólalóð verði 15 km/klst.

c) Arnarsíða verði opnuð niður að Hlíðarbraut.

2) Dýrleif Skjóldal og Rúnar S. Arason, dagsett 2. október 2017.

Mótmæla harðlega færslu á innkeyrslu til norðurs. Telja að við það verði umferðarteppan enn verri. Þau leggja til að þrengingum við gangbraut sunnan Arnarsíðu verði sleppt vegna hættu á umferðarteppu, vilja láta færa aðkomu að skólanum í Vestursíðu eða að máluð verði hvít lína fyrir framan gangstéttina á lóð Síðuskóla og sett upp skilti sem segir fólki að það sé að koma út af plani og eigi því ekki rétt fyrir umferð sem kemur úr Arnarsíðu.

1 umsögn barst:

1) Norðurorka, dagsett 22. ágúst 2017.

Í Bugðusíðunni liggur 180PEH vatnsveitu-stofnlögn sem ætti þó ekki að vera í hættu þegar hraðahindrunin verður gerð, en svo liggur heimlögn 75PEH að Síðuskóla undir fyrirhugaðri heimkeyrslu að skólanum. Því þarf að passa heimlögnina að Síðuskóla þegar farið verður í færslu á heimkeyrslunni og hvetjum við til þess að haft verði samband við okkur áður en framkvæmdir hefjast varðandi nánari upplýsingar. Í viðhenginu er mynd af vatnslögnum á svæðinu og þar eru þessar tvær lagnir merktar sérstaklega. Lagnir rafveitu og fráveitu má einnig sjá á meðfylgjandi mynd.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 11. október 2017. Umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs fylgir.

Skipulagsráð þakkar fyrir innkomnar athugasemdir.

Skipulagsráð óskaði eftir umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs um umsögnina og athugasemdirnar. Svörin eru í meðfylgjandi skjali: "2017.10.19 Svör við umsögn og athugasemdum v. dsk. Síðuskóla.pdf".


Skipulagsráð tekur undir svör umhverfis- og mannvirkjasviðs og telur því ekki þörf á að breyta kynntri skipulagstillögu og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.


Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar bæjarstjórnar með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 10 samhljóða atkvæðum.

Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

2.Fallorka - beiðni um ábyrgð Akureyrarbæjar vegna lántöku

Málsnúmer 2017110183Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 23. nóvember 2017:

Lagt var fram erindi dagsett 15. nóvember 2017 frá Andra Teitssyni framkvæmdastjóra Fallorku ehf þar sem óskað var eftir að Akureyrarbær veitti ábyrgð og veð gagnvart Lánasjóði sveitarfélaga vegna láns til Fallorku ehf í evrum til 15 ára að jafnvirði 650 milljóna króna. Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð leggur til að ábyrgðin verði veitt og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Lögð fram eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Fallorku ehf, dótturfyrirtæki Norðurorku hf, hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð að jafngildi 650.000.000 kr. til 15 ára. Lánið verður veitt í Evrum. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til byggingar nýrrar virkjunar í Glerá, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Bæjarstjórn skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku/Fallorku til að selja ekki eignarhlut sinn í Fallorku til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.

Fari svo að Akureyrarkaupstaður selji eignarhlut í Fallorku til annarra opinberra aðila, skuldbindur Akureyrarkaupstaður sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Jafnframt er Andra Teitssyni veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Fallorku ehf og Akureyrarkaupstaðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - dagþjálfun

Málsnúmer 2015070050Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 15. nóvember 20107:

Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu og framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, kynntu tillögu að breytingu á reglum um dagþjálfun sem tekur mið af áherslum um reglubundið endurmat á þörfum notenda dagþjálfunar sbr. umfjöllun velferðarráðs á fundi 10. maí og 30. ágúst 2017.

Velferðarráð samþykkir tillögurnar og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Edward Hákon Huijbens V-lista lagði fram tillögu um að málinu yrði frestað og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Álagning gjalda - útsvar 2018

Málsnúmer 2017110121Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 23. nóvember 2017:

Lögð var fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2018 í Akureyrarkaupstað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði 14,52%, fyrir árið 2018 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2018

Málsnúmer 2017110123Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 23. nóvember 2017:

Lögð var fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2018 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2018 með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2018 - reglur um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 2017110123Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 23. nóvember 2017:

Lögð var fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2018 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2018 með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - gjaldskrá

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 30. nóvember 2017:

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á síðast fundi sínum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar. Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.
Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Baldvin Valdemarsson D-lista, Edward Hákon Huijbens V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu að breytingum á tillögu að gjaldskrá Akureyrarbæjar fyrir árið 2018:


Að gjaldskrá skólavistunar/frístundar í grunnskólum verði óbreytt milli ára.


Að gjald fyrir 12 mánaða kort 6-17 ára í sundlaugar Akureyrarbæjar verði óbreytt á milli ára.


Að lyftumiðar í Hólabraut fyrir börn 6-17 ára lækki úr 950 kr. í 550 kr. í áður samþykktri gjaldskrá Hlíðarfjalls.


Tillagan var borin upp og felld með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista, Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista, Baldvins Valdemarssonar D-lista, Edwards Hákonar Huijbens V-lista og Prebens Jóns Péturssonar Æ-lista.


Bæjarstjórn samþykkir framlagðar gjaldskrár með 6 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Baldvin Valdemarsson D-lista, Edward Hákon Huijbens V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.

8.Fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga

Málsnúmer 2017100182Vakta málsnúmer

Umræður um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.
Lögð fram eftirfarandi ályktun:

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar fagnar þeim áherslum sem lagðar eru á málefni sveitarfélaga og samskipti ríkis og sveitarfélaga í nýjum sáttmála ríkisstjórnar.

Jafnframt hvetur bæjarstjórn ríkisstjórn og alþingismenn sérstaklega til að fylgja eftir þeim málum sem snúa að Akureyrarbæ og bæjarstjórn hefur ályktað um og kynnt þingmönnum. Hér er um að ræða raforkuöryggi og raforkuflutninga, framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, eldsneytisjöfnun í millilandaflugi í tengslum við millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða, daggjöld vegna hjúkrunarheimila, öryggisvistun, flughlað á Akureyrarflugvelli sem og Dettifossveg. Þá leggur bæjarstjórn áherslu á að tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga verði endurskoðuð og að samningar sveitarfélaga og ríkis um rekstur þjónustuúrræða séu tryggðir til lengri tíma en nú er.


Ályktunin var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 23. og 30. nóvember 2017
Bæjarráð 23. og 30. nóvember 2017
Fræðsluráð 20. nóvember 2017
Kjarasamninganefnd 22. nóvember 2017
Skipulagsráð 29. nóvember 2017
Stjórn Akureyrarstofu 16. og 28. nóvember 2017
Umhverfis- og mannvirkjaráð 22. nóvember og 1. desember 2017

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:45.