Skipulagsnefnd

218. fundur 09. desember 2015 kl. 08:00 - 10:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Dagskrá
Formaður bar upp ósk um að taka út lið 6, Norður-Brekka - breyting á deiliskipulagi Helgamagrastræti 22, sem var í útsendri dagskrá og bæta inn á dagskrá lið 16, Stefnumörkun skipulagsnefndar, sem ekki var í útsendri dagskrá og var það samþykkt.

1.Miðbær suðurhluti - umsókn um breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits

Málsnúmer 2015020122Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. febrúar 2015 þar sem Sverrir Getsson f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, sækir um breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 23. september 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan er dagsett 3. desember 2015 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH. Einnig leggur umsækjandi fram viðbót við erindið þar sem óskað er eftir að engar kvaðir um tilkostnað vegna bílastæða fylgi lóðinni.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á þau rök að ekki þurfi bílastæði fyrir lóðina af því að opinber bílastæði séu fyrir hendi í nágrenni lóðarinnar og samnýting þeirra gæti verið góð vegna mismunandi tímanotkunar og einnig að hægt væri að fjölga bílastæðum neðan Samkomuhússins.
Starfsemi á lóð, hver sem hún er, kallar á að fyrir hendi séu bílastæði fyrir starfsmenn og notendur þeirrar þjónustu sem boðin er fram á lóðinni, þó svo að þörfin geti verið mismunandi eftir starfsemi.
Reglan er síðan sú að ef ekki er hægt að koma fyrir tilskyldum fjölda bílastæða fyrir innan lóða þá ber lóðarhafa að taka þátt í gerð bílastæða, sem svarar þeim fjölda bílastæða sem upp á vantar, með greiðslu í bílastæðasjóð.
Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að ekki þurfi kröfu um bílastæði fyrir þessa lóð umfram aðrar sambærilegar þjónustulóðir í Miðbæ Akureyrar fyrir utan það að það yrði fordæmisgefandi gagnvart öðrum lóðum á Akureyri.

Skipulagsnefnd getur því ekki orðið við fyrirliggjandi beiðni um niðurfellingu á kvöð um fjölda bílastæða fyrir lóðina sem er 1 stæði á hverja 75m² húss á lóðinni eins og sambærilegt er annars staðar á Miðbæjarsvæðinu og hafnar því erindinu.


2.Austurbrú 2-12 - breyting á ákvæðum deiliskipulags

Málsnúmer 2015110047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. nóvember 2015 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, spurðist fyrir um viðbrögð skipulagsnefndar við breytingu á ákvæðum deiliskipulags fyrir lóðir nr. 2-12 við Austurbrú. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 25. nóvember 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem er dagsett 1. desember 2015 og unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Lögmannshlíð - umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 2015040106Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi 'Lögmannshlíð - kirkjugarður' í samræmi við bókun nefndarinnar frá 29. apríl síðastliðnum. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf, dagsett 9. desember 2015. Fornleifaskráning var unnin af Guðmundi St. Sigurðarssyni og Bryndísi Zoëga hjá Byggðasafni Skagfirðinga.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Austurvegur 24, Hrísey - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015110093Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. nóvember 2015 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Nónbils ehf., kt. 551107-1830, spurðist fyrir um tillögur að breytingum á húsi nr. 24 við Austurveg í Hrísey, kallað Nes. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 25. nóvember 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem er dagsett 27. nóvember 2015 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er óskað eftir umsögn hverfisráðs Hríseyjar.

5.Naustahverfi 1. áfangi - Hólmatún 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2015040083Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst frá 14. október með athugasemdarfresti til 25. nóvember 2015. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Engin athugasemd barst.
Ein umsögn barst frá Norðurorku, dagsett 20. október 2015. Engin athugasemd er gerð.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

6.Miðbær - deiliskipulagsbreyting vegna landfyllingar við Hofsbót

Málsnúmer 2015120048Vakta málsnúmer

Á fundi sem starfsmenn skipulagsdeildar og framkvæmdadeildar áttu með hafnarstjóra í nóvember 2015 kom fram hugmynd um að stækka landfyllingu sunnan Strandgötu 14 til austurs vegna aukinna umsvifa í hafnsækinni ferðaþjónustu. Svæðið er inni á deiliskipulagi fyrir Miðbæinn sem samþykkt var 2014.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsstjóra að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við umræður á fundinum.
Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Aðalstræti 4, Gamla Apótekið, breytt skráning

Málsnúmer 2015120028Vakta málsnúmer

Argos ehf Arkitektastofa Stefáns og Grétars sækir með bréfi f.h. Minjaverndar dagsett 24. nóvember 2015 um breytta skráningu hússins úr íbúðarhúsnæði í atvinnhúsnæði, þ.e. íbúðarhótel.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar umsagnar hverfisnefndar Brekku og Innbæjar.

8.Akurgerði - umferðarmál

Málsnúmer 2015020006Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 22. október 2015, vísaði bæjarráð 3. lið 56. fundar hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis til skipulagsdeildar:

Hverfisnefndin vill gjarnan sjá teljara sem telur bíla sem fara um Akurgerði og reyna að henda reiður á fjölda flutningabíla sem fara um götuna dag hvern. Nefndin leggur auk þess til að áberandi skilti fari á sitt hvorn enda götunnar þess efnis að banna akstur stórra flutningabíla frá morgni til eftirmiðdags. Auk tillagna okkar hér fyrir ofan væri fínt ef fram kæmu hugmyndir að viðunandi lausnum til að minnka hraða og koma í veg fyrir akstur stórra bifreiða um götuna og beina þeirri umferð út í Þingvallastrætið.
Skipulagsnefnd frestar erindinu meðan beðið er niðurstöðu hraðamælinga og talningu bíla sem óskað hefur verið eftir frá framkvæmdadeild.

9.Síðuhverfi - gangbrautir

Málsnúmer 2015110126Vakta málsnúmer

Erindi ódagsett frá stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla og með vísan til aðalfundar hverfisnefndarinnar þann 11. nóvember 2015 er óskað eftir að fjölgað verði gangbrautum í hverfinu til að auka öryggi skólabarna og auðvelda aðgengi að Síðuskóla. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir núverandi gangbrautir og tillögur um sex nýjar gangbrautir.
Skipulagsnefnd felur framkvæmdadeild að meta erindið með hliðsjón af skýrslu Eflu verkfræðistofu "Umferðaröryggi við skóla" sem er í vinnslu.

10.Síðuskóli - innkeyrsla

Málsnúmer 2015110127Vakta málsnúmer

Erindi ódagsett frá stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla og með vísan til aðalfundar hverfisnefndarinnar þann 11. nóvember 2015 er óskað eftir breytingum vegna umferðaröryggis á núverandi aðkomu að Síðuskóla samkvæmt meðfylgjandi tillögu.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að vinna erindið áfram.

11.Davíðshagi 1 - spennistöð - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015120002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. desember 2015 þar sem Gunnar H. Gunnarsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um lóð nr. 1 við Davíðshaga fyrir dreifistöð rafmagns.
Edward Hákon Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

12.Hofsbót/Torfunef - auglýsing lóða

Málsnúmer 2015120049Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur til að auglýstar verði lóðir við Hofsbót fyrir hafnsækna ferðaþjónustu sem gert er ráð fyrir að verði byggingarhæfar árið 2017.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa lóðir við Torfunef með fyrirvara um byggingarhæfi og endanlegt deiliskipulag svæðisins sbr. lið 6 í fundargerðinni.

13.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 19. nóvember 2015. Lögð var fram fundargerð 564. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

14.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 26. nóvember 2015. Lögð var fram fundargerð 565. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.

15.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 3. desember 2015. Lögð var fram fundargerð 566. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.

16.Stefnumörkun skipulagsnefndar

Málsnúmer 2014090150Vakta málsnúmer

Formaður skipulagsnefndar lagði fram tillögu að endurskoðaðri stefnumörkun skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða endurskoðaða stefnumörkun.

Fundi slitið - kl. 10:40.