Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

615. fundur 12. janúar 2017 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá
Fyrsti afgreiðslufundur byggingarfulltrúa samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 3. janúar 2017. Eldra heiti var afgreiðslufundur skipulagsstjóra.

1.Daggarlundur 8 - umsókn um lóðarvegg

Málsnúmer 2015030175Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. janúar 2016 þar sem Elvar Magnússon sækir um leyfi fyrir lóðarvegg milli lóðanna Daggarlundar 8 og 6 sem og milli Daggarlundar 8 og 10. Innkomnar nýjar teikningar 3. janúar 2017 eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Stóragerði 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016120114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. desember 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Sólveigar Þóru Jónsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir Stóragerði 12. Sótt er um breytingu á gluggum, hækkun á gólfi í suðurhluta stofu og sólskála, fjarlægður veggur milli eldhúss og stofu og setja rennihurð milli stofu og sólskála. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 4. janúar 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Hvannavellir 14 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016120180Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. desember 2016 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd A. Vatnsdals ehf. sækir um byggingarleyfi á hús nr. 14 við Hvannavelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Ægisnes 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016120135Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. desember 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Króksverks ehf. sækir um byggingarleyfi á húsi nr. 2 við Ægisnes. Um er að ræða 474 m² nýbyggingu undir starfsemi malbikunarstöðvarinnar Norðurbiks. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Hafnarstræti 98 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2016120035Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. desember 2016 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyri Back Packers ehf. sækir um að breyta áður samþykktum uppdráttum á húsi nr. 98 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar teikningar 30. desember 2016.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Daggarlundur 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017010106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2017 þar sem Hjörvar Maronsson ásamt Tinnu Lóu Ómarsdóttur sækja um lóð nr. 4 við Daggarlund. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

7.Gata sólarinnar 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017010034Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. janúar 2017 þar sem Brynjar Einarsson fyrir hönd Úrbótamanna ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 3 við Götu sólarinnar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Brynjar Einarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Gata sólarinnar 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017010035Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. janúar 2017 þar sem Brynjar Einarsson fyrir hönd Úrbótamanna ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir hús nr. 5 við Götu sólarinnar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Brynjar Einarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

9.Gata sólarinnar 7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017010036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. janúar 2017 þar sem Brynjar Einarsson fyrir hönd Úrbótamanna ehf. sækir um byggingarleyfi á húsi nr. 7 við Götu sólarinnar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Brynjar Einarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

10.Gata sólarinnar 9 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017010043Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. janúar 2017 þar sem Brynjar Einarsson fyrir hönd Úrbótamanna ehf. sækir um byggingarleyfi á húsi nr. 9 við Götu sólarinnar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Brynjar Einarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

11.Gata sólarinnar 11 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017010044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. janúar 2017 þar sem Brynjar Einarsson fyrir hönd Úrbótamanna ehf. sækir um byggingarleyfi á húsi nr. 11 við Götu sólarinnar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Brynjar Einarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

12.Munkaþverárstræti 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016120141Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. desember 2016 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Kristins Péturs Magnússonar sækir um byggingarleyfi fyrir hús nr. 3 við Munkaþverárstræti. Sótt er um að breyta stiga á milli hæða og innra skipulagi á 2. hæð. Meðfylgjandi er teikning eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

13.Þingvallastræti 18 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2014090303Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. janúar 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Frelsis ehf. og Saurbæjargerðis ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum sólskála á svölum Þingvallastrætis 18 í svalalokun. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

14.Kristjánshagi 1b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016120055Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir Kristjánshaga 1b. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

15.Kristjánshagi 1a - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017010075Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir Kristjánshaga 1a. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

16.Hafnarstræti 104 - framkvæmdafrestur

Málsnúmer 2015060148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. janúar 2017 þar sem Axel Axelsson fyrir hönd H104 fasteignafélags ehf. sækir um framlengingu á framkvæmdafresti til að flytja björgunarstiga af norðurstafni á austurhlið 2. og 3. hæðar og loka tveimur dyragötum á norðurstafni þar sem breyta þarf áður samþykktum áformum. Óskað er eftir 30 daga viðbótarfresti.
Byggingarfulltrúi samþykkir viðbótarfrest til 1. febrúar 2017. Ekki verða veittir frekari frestir.

Fundi slitið - kl. 14:30.