Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

588. fundur 02. júní 2016 kl. 13:00 - 14:40 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Björn Jóhannsson
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Kjarnaskógur, Sólskógar - umsókn um stöðuleyfi vinnuskúrs

Málsnúmer 2014020011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. maí 2016 frá Katrínu Ásgrímsdóttur þar sem hún f.h. Sólskóga ehf., kt. 511296-2189, sækir um framlengingu á stöðuleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu úr gámaeiningum á lóð Sólskóga í Kjarnaskógi.
Skipulagsstjóri samþykkir tímabundið byggingarleyfi til eins árs.

2.Geislagata 9 - hraðhleðslustöð

Málsnúmer 2016060023Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. maí 2016 þar sem Baldur Dýrfjörð f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um leyfi til að setja upp rafmagnshleðslustöð og merkja henni tvö bílastæði sunnan við spennistöð á lóð Geislagötu 9. Samþykki Fasteigna Akureyrarbæjar liggur fyrir.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Bíladagar 2016

Málsnúmer 2016050261Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2016 þar sem Einar Gunnlaugsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um leyfi fyrir viðburðarskiltum á gámum við Hlíðarfjallsveg, Hörgárbraut og Drottningarbraut frá 9. til 21. júní og tjaldsvæði á svæði félagsins við Hlíðarfjallsveg sumarið 2016. Einnig er sótt um leyfi fyrir græjukeppni 17. júní, milli kl. 20:00 og 22:00, á svæði austan við Skeljung við Hörgárbraut.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið og vísar í meðfylgjandi bréf um leyfða staðsetningu skilta og skilyrði vegna þeirra. Haft skal samráð við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra vegna tjaldsvæðis.

4.Hafnarstræti 108 - sumaraðstaða

Málsnúmer 2016050185Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Brauðgerðar Kr. Jónssonar & Co ehf., kt. 480169-0859, sækir um leyfi fyrir útiaðstöðu í sumar á gangstétt við Hafnarstræti 108. Meðfylgjandi er teikning eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri samþykkir nýtingu svæðisins til 3. september 2016. Farið skal eftir Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um verklagsreglur vegna nýtingar gangstétta- og göturýmis í göngugötu og Ráðhústorgi.

5.Geirþrúðarhagi 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016050207Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. maí 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 5 við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Furulundur 37 - umsókn um garðskúr

Málsnúmer 2016050218Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. maí 2016 þar sem Þórmundur Skúlason sækir um leyfi fyrir garðskúr á lóð nr. 37 við Furulund. Meðfylgjandi eru myndir og samþykki meðeigenda lóðarinnar.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Geislagata 5 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2016050221Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. maí 2016 þar sem Egill Snær Þorsteinsson f.h. Arion banka hf., kt. 581008-0150, sækir um leyfi fyrir bílastæði fyrir fatlaða á lóð nr. 5 við Geislagötu. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Bílastæðið verði hornrétt á götu og merkt fötluðum viðskiptavinum bankans.

8.Helgamagrastræti 20 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2016050245Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. maí 2016 þar sem Hermann Jón Tómasson sækir um leyfi til að gera 5,5 metra breitt bílastæði á lóð sinni nr. 20 við Helgamagrastræti. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

9.Kjarnagata 35 (41-47) - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015050222Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. maí 2016 þar sem Haraldur Árnason f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 35 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar teikningar 26. maí 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Daggarlundur 6 - umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýli

Málsnúmer 2016040165Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. apríl 2016 þar sem Haraldur Árnason f.h. Margrétar Svanlaugsdóttur og Guðmundar Viðars Gunnarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 6 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar teikningar 30. maí 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

11.Möðruvallastræti 8 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2016040204Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. apríl 2016 þar sem Arnór Ingi Hansen sækir um leyfi til að gera 5,3 metra breitt bílastæði á lóð nr. 8 við Möðruvallastræti skv. meðfylgjandi myndum.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

12.Hafnarstræti 104 - krafa um að brunastigi verði fjarlægður

Málsnúmer 2015060148Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 25. maí 2016 þar sem Axel Axelsson f.h. H104 fasteignafélags ehf., kt. 410909-1150, sækir um breytingu á flóttaleið frá 2. og 3. hæð hússins Hafnarstrætis 104 eins og farið var fram á í bókun skipulagsnefndar 25. maí 2015. Breytingin felst í að brunastigi og flóttahurð verði færð á austurhlið hússins.
Skipulagsstjóri tekur jákvætt í fyrirhugaða lausn en fer fram á að sótt verði um byggingarleyfi fyrir breytingunum með aðaluppdráttum og samþykki meðeiganda í húsinu.

13.Dalsbraut, KA - umsókn um skilti

Málsnúmer 2013060122Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. maí 2016 þar sem Siguróli Magni Sigurðsson f.h. Knattspyrnudeildar KA, kt. 510991-1849, sækir um endurnýjun á leyfi fyrir skiltum vegna heimaleikja félagsins.
Skipulagsstjóri samþykkir umbeðin skilti til ársins 2018 og vísar í meðfylgjandi bréf um leyfða staðsetningu skiltanna og skilyrði vegna þeirra.

14.Jaðarstún 21-23 - umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi

Málsnúmer 2015120174Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Árveigar Aradóttur og Andra Þórs Bjarnasonar sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af nýbyggingu á lóð nr. 21-23 við Jaðarstún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

15.Hamarstígur 36 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016050276Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. maí 2016 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Þorgerðar Sævarsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á þaki og innréttingu hússins nr. 36 við Hamarstíg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

16.Hafnarstræti 106, borð fyrir framan verslun - umsókn

Málsnúmer 2016040161Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2016 þar sem Aðalsteinn Árnason f.h. Drífu ehf., kt. 480173-0159, sækir um leyfi fyrir útiaðstöðu í sumar á gangstétt við Hafnarstræti 106.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

17.Skálatún 17-19 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN050338Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. maí 2016 þar sem Brynjar Sigmundsson og Magnús Jónsson sækja um leyfi fyrir endurbótum á þaki hússins nr. 17-19 við Skálatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

18.Skálatún 21-23 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN050339Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. maí 2016 þar sem Ólafur Þ. Ólafsson og Pétur Örn Guðjónsson sækja um leyfi fyrir endurbótum á þaki hússins nr. 21-23 við Skálatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:40.