Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

610. fundur 24. nóvember 2016 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Holtaland 3 Hálönd - afturköllun á byggingaráformum

Málsnúmer 2016090011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. nóvember 2016 þar sem Helgi Örn Eyþórsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um afturköllun á byggingaráformum fyrir frístundahúsið nr. 3 við Holtaland.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Holtaland 1 Hálönd - afturköllun á byggingaráformum

Málsnúmer 2016090009Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. nóvember 2016 þar sem Helgi Örn Eyþórsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um afturköllun á byggingaráformum fyrir frístundahúsið nr. 1 við Holtaland.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Holtaland 2 Hálönd - afturköllun á byggingaráformum

Málsnúmer 2016080013Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. nóvember 2016 þar sem Helgi Örn Eyþórsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um afturköllun á byggingaráformum fyrir frístundahúsið nr. 2 við Holtaland.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Gleráreyrar 1 - breyting á skiltaturni

Málsnúmer 2015060143Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsettum 17. nóvember 2016 þar sem Egill Guðmundsson fyrir hönd EIK fasteignafélags, kt. 590902-3730, sækir um leyfi til að breikka áður samþykkta skjái á skiltaturni á lóðinni nr. 1 við Gleráreyrar. Breytingin felst í að skjáirnir breikka um 400 mm og verða 2400 mm í stað 2000 mm áður.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Jafnframt er bent á ákvæði í samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar, þar sem segir:

Á flettiskiltum og ljósaskiltum skal ekki líða minna en ein mínúta frá því að ein auglýsing birtist og þar til sú næsta birtist. Það á þó ekki við um tölvustýrð ljósaskilti, sem byggjast á hreyfimyndum.

5.Kaupvangsstræti 10-12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016080127Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. ágúst 2016 þar sem Steinþór Kári Kárason fyrir hönd Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um viðbyggingu og breytingar á húsum nr. 8-12 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði og athugasemda samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra.

6.Geirþrúðarhagi 8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016110089Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. nóvember 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Byggingafélagsins Hyrnu ehf, kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir Geirþrúðarhaga 8. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Aðalstræti 66 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2016110091Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. nóvember 2016 þar sem Reynir Kristjánsson fyrir hönd Hrafnkels Marinóssonar, kt. 100862-3799, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við húsið nr. 66 við Aðalstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Reyni Kristjánsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Ráðhústorg 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016110013Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2016 þar sem Förli ehf, kt. 560712-1110, og Natten ehf, kt. 530199-2319, sækja um byggingarleyfi fyrir Ráðhústorg 5. Innkomnar teikningar eftir Loga Má Einarsson 15. og 18. nóvember 2016.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Skipata 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016100077Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. nóvember 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Akureyri Fish ehf., kt. 430316-0520, sækir um byggingarleyfi á húsi nr. 12 við Skipagötu. Sótt er um að breyta glugga við bakinngang á vesturhlið í sölulúgu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson og umsögn heilbrigðiseftirlits.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Hjalteyrargata 20 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016110099Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. nóvember 2016 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Slippsins Akureyri ehf., kt. 511005-0940, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 20 við Hjalteyrargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

11.Hjalteyrargata 22 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016110116Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. nóvember 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Slippsins Akureyri ehf, kt. 511005-0940, sækir um byggingarleyfi fyrir Hjalteyrargötu 22. Breyta á innra skipulagi á skrifstofu á 1. hæð og útbúin aðstaða fyrir verkstjóra við stiga og geymsluloft. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

12.Jaðarstún 13-15 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2014070119Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. ágúst 2016 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd BB bygginga ehf, kt. 550501-2280, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 13-15 við Jaðarstún. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 21. nóvember 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

13.Hafnarstræti 104 - krafa um að brunastigi verði fjarlægður

Málsnúmer 2015060148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. nóvember 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd H104 fasteignafélags ehf., kt. 410908-1150, sækir um að flytja björgunarstiga af norðurstafni á austurhlið 2. og 3. hæðar og loka tveimur dyragötum á norðurstafni. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:30.