Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

545. fundur 18. júní 2015 kl. 13:00 - 14:34 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Ólafur Jakobsson
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Dagskrá

1.Ráðhústorg, Hafnarstræti - umsókn um leyfi fyrir stökkpúða

Málsnúmer 2015060146Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní þar sem Davíð Rúnar Gunnarsson f.h. SkyJump ehf., kt. 620709-1580, sækir um leyfi til að setja upp stökkpúða á Ráðhústorgi eða annars staðar í miðbæ Akureyrar daganna 18.-21. júní 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir staðsetningu stökkpúðans á samkomuhússflötinni á umbeðnum tímum í samræmi við grein 3.D í samþykkt Akureyrarbæjar um götu- og torgsölu. Nánari staðsetning skal gerð í samráði við skipulagsdeild.

2.Hafnarstræti 104 - ósk um að brunastigi verði fjarlægður

Málsnúmer 2015060148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Edda Andradóttir f.h. Drífu ehf., kt. 480179-0159, eiganda Hafnarstrætis 106, óskar eftir að brunastigi á norðurhlið Hafnarstrætis 104 verði fjarlægður. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið með vísun í uppsagnarákvæði samkomulags frá 17. nóvember 2004.

3.Torfunefsbryggja - umsókn um staðsetningu gámaaðstöðuhúss

Málsnúmer 2013040269Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. júní 2015 þar sem Magnús Guðmundsson f.h. Ambassador ehf., kt. 5510092-2620, óskar eftir endurnýjun á stöðuleyfi fyrir gámaaðstöðuhús á Torfunefsbryggju fram til 31. október 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs, eða til 1. júní 2016.

4.Ráðhústorg 5 - umsókn um breytingar innanhúss

Málsnúmer 2015060152Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. R353 ehf., kt 510412-0360, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 5 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri vísar erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.

5.Gleráreyrar 1 - umsókn um skiltaturn

Málsnúmer 2015060143Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júní 2015 þar sem Egill Guðmundsson f.h. EF1 hf., kt. 681113-0960, sækir um leyfi fyrir breytingu á skiltaturni á lóð nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Hafnarstræti 106 - umsókn um byggingarleyfi - gisting

Málsnúmer 2014090236Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Drífu ehf., kt. 480173-0159, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum. Meðfylgjandi eru uppdættir eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Álfabyggð 4 - umsókn um viðbyggingu

Málsnúmer 2015010244Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júní 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Regnlu Karmelsystra af hinu guðlega hjarta Jesú, kt. 410601-3380, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af viðbyggingu við húsið nr. 4 við Álfabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Hrafnaland 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi

Málsnúmer 2015060069Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júní 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS-Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 3 við Hrafnaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 15. júní 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Hrafnaland 5 - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi

Málsnúmer 2015060041Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS-Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 5 við Hrafnaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 15. júní 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Aðalstræti 4 - umsókn um flutning húss til bráðabirgða

Málsnúmer 2013020095Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Þorsteinn Bergsson f.h. Minjaverndar hf., kt. 700485-0139, óskar eftir leyfi til flutnings á húsinu Aðalstræti 4 og að það verði staðsett til bráðabirgða á safnasvæðið við Krókeyri (Iðnaðarsafnið) á meðan byggður verður nýr grunnur og kjallari undir húsið á lóðinni nr. 4 við Aðalstræti.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Vegna flutnings á húsinu skal haft samráð við framkvæmdadeild Akureyrarbæjar, Vegagerðina og lögreglu.

Fundi slitið - kl. 14:34.