Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

616. fundur 19. janúar 2017 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Hafnarstræti 99-101 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016080003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. desember 2016 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd Íkaups ehf., Hildu ehf. og H hostels ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir rekstri hostels í rýmum 223-3630 (H hostel) og 223-3629 (Íkaup). Innkomnar nýjar teikningar 16. janúar 2017.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu eins og það liggur fyrir þar sem ekki eru uppfylltar kröfur um algilda hönnun, flóttaleiðir og glugga á útvegg gistiherbergja ásamt fjölda annarra athugasemda.

2.Daggarlundur 9 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017010234Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2017 þar sem Hildur Ingólfsdóttir sækir um lóð nr. 9 við Daggarlund. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

3.Kaupvangsstræti 23 - umsókn um uppsetningu ljósaskiltis

Málsnúmer 2017010164Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2017 þar sem Sigtryggur Gunnarsson fyrir hönd Freista ehf. sækir um leyfi fyrir ljósaskilti fyrir ofan hurð Ölstofu Akureyrar. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Kaupvangsstræti 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017010073Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. janúar 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Ljósmyndavara ehf. sækir um leyfi til breytinga á húsi nr. 1 við Kaupvangsstræti. Sótt er um að rými 0102 verði veitingahús og rými 0106 verði starfsmannaaðstaða fyrir veitingastaðinn. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Hafnargata í Hrísey - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2017010150Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. desember 2016 þar sem Helgi Már Pálsson fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám við Hafnargötu í Hrísey. Gámurinn verður notaður við flokkun endurvinnsluefna. Meðfylgjandi eru myndir og teikningar.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

6.Hafnargata í Hrísey, landnúmer 152112 - umsókn um útlitsbreytingu á húsi

Málsnúmer 2017010177Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2017 þar sem Helgi Már Pálsson fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um breytta notkun og útlitsbreytingu á húsi við Hafnargötu í Hrísey, sem notað verður við flokkun sorps. Meðfylgjandi er teikning eftir Jónas Vigfússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Miðhúsabraut 1 - Skautahöll - byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum

Málsnúmer 2015060060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júní 2016 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Miðhúsabraut 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson. Innkomnin teikning, dagsett 9. nóvember 2016.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Ægisnes 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016080038Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. ágúst 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Íslenska Gámafélagsins sækir um byggingarleyfi fyrir starfsmannahúsi við Ægisnes 3. Innkomnar nýjar teikningar 11. janúar 2017 eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Hafnarstræti 71 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2015040240Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. apríl 2015 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Morgunhana ehf. sækir um breytingar innanhúss á húsi nr. 71 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er teikning eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 18. janúar 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

10.Hafnarstræti 104 - neyðarútgangur

Málsnúmer 2015060148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. janúar 2017 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd H104 fasteignafélags ehf. sækir um að breyta áður samþykktum neyðarútgangi á 2. hæð í Hafnarstræti 104, þannig að hurð opnist inn og tröppur innan hans falli út. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

11.Eyrarvegur 27a - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016010100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. janúar 2017 þar sem Birgir Ágústsson fyrir hönd Birgittu Elínar Halldórsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Eyrarveg 27a. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgir Ágústson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:00.