Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

556. fundur 11. september 2015 kl. 13:00 - 13:50 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Hafnarstræti 104 - krafa um að brunastigi verði fjarlægður

Málsnúmer 2015060148Vakta málsnúmer

Á afgeiðslufundi skipulagsstjóra 18. júní 2015 samþykkti skipulagsstjóri erindi Drífu ehf., þess efnis að brunstigi á norðurhlið Hafnarstrætis 104 verði fjarlægður. Samþykkið var veitt með vísan til uppsagnarákvæðis í samkomulagi fyrri eigenda dags. 17. nóvember 2004.
Staðgengill skipulagsstjóra afturkallar hér með ákvörðun dags. 18. júní 2015, með vísan til 1. tl. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og vísar málinu til skipulagsnefndar til nýrrar meðferðar.

2.Furuvellir 17 - umsókn um skýli fyrir vörumóttöku

Málsnúmer 2015070096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. ágúst 2015 þar sem Aðalsteinn Snorrason f.h. Reita fasteignafélags hf., kt. 711208-0700, sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af lokun vörumóttöku á húsi nr. 17 við Furuvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Aðalstein Snorrason.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

3.Ásatún 40 - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi

Málsnúmer 2015030141Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Ásatúns ehf., kt. 410914-1660, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir fjölbýlishúsi nr. 40 við Ásatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

4.Ásatún 42 - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi

Málsnúmer 2015050004Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Ásatúns ehf., kt. 410914-1660, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir fjölbýlishúsi nr. 40 við Ásatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

5.Kjarnagata 37 (49-53) - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN070028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. ágúst 2015 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi nr. 37 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.

Innkomnar leiðréttar teikningar 7. september 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

6.Langamýri 1 - umsókn um lyftingu þaks

Málsnúmer 2015060159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. júní 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Hjördísar Blöndal sækir um leyfi til að lyfta þaki húss nr. 1 við Löngumýri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar leiðréttar teikningar 7. september 2015 .
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

7.Miðhúsabraut 1 - Skautahöll - byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum

Málsnúmer 2015060060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júní 2015 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum á húsi nr. 1 við Miðhúsabraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson. Innkomnar teikningar 9. september 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Goðanes 16 - umsókn um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði

Málsnúmer 2015080060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. ágúst 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Goðaness ehf., kt. 411206-1140, sækir um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði á lóð nr. 16 við Goðanes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.

Innkomnar leiðréttar teikningar 10. september 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:50.