Bæjarráð

3456. fundur 24. apríl 2015 kl. 08:30 - 12:43 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Dómur nr. E-181/2014

Málsnúmer 2014060169Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði ákvörðun um áfrýjun dóms nr. E-181/2014 á fundi sínum þann 16. apríl sl.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Ragnar Hólm Ragnarsson verkefnastjóri kynningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Gunnar Gíslason D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Logi Már Einarsson S-lista sat sjá við afgreiðslu.
Gunnar Gíslason vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð samþykkir að áfrýja dómnum til Hæstaréttar.

2.Rekstur - staða mála - búsetudeild

Málsnúmer 2015040014Vakta málsnúmer

Sigríður Huld Jónsdóttir formaður velferðaráðs, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Guðrún Sigruðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir rekstrarstöðu og horfur í málaflokknum.

3.Lautin - athvarf fyrir fólk með geðraskanir

Málsnúmer 2012010115Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 15. apríl 2015:
Sigríður Huld Jónsdóttir formaður velferðarráðs og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu stöðu samninga vegna Lautarinnar 2015.
Soffía lagði fram endurskoðaða fjárhagsáætlun vegna reksturs Lautarinnar árið 2015. Búið er að draga saman í rekstri þar sem ekki fengust áætlaðir styrkir sem sótt var um. Þrátt fyrir það er fjárþörf að upphæð kr. 1.550.000 og óskar velferðarráð eftir heimild bæjarráðs fyrir aukafjárveitingu sem þeirri upphæð nemur. Að fengnu samþykki bæjarráðs hefur framkvæmdastjóri búsetudeildar heimild til að ganga frá samningi fyrir árið 2015.
Bæjarráð heimilar framkvæmdastjóra búsetudeildar að ganga til samninga við Lautina, en felur velferðarráði að leita leiða til að fjármagna verkefnið innan málaflokksins.

4.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð

Málsnúmer 2014100184Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 16. apríl 2015.
Bæjarráð vísar 1., 4., 5. og 8. lið til framkvæmdadeildar, 3., 6., 7., 9. og 10. lið til skipulagsdeildar.
2. liður er lagður fram til kynningar í bæjarráði.

5.Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis - fundargerð

Málsnúmer 2015020006Vakta málsnúmer

Lagðar fram 53. og 54. fundargerð hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dagsettar 24. febrúar og 16. apríl 2015.
Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdir
Fundargerð 53. fundar er lögð fram til kynningar í bæjarráði.
Bæjarráð vísar 2. lið fundargerðar 54. fundar til framkvæmdadeildar ásamt 3. lið a), b) og c), 3. lið d) og f) er vísað til skipulagsdeildar, aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

6.Hverfisnefnd Brekku- og Innbæjar - fundargerð

Málsnúmer 2015010086Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir aðalfundar og framhaldsaðalfundar hverfisnefndar Brekku- og Innbæjar dagsettar 25. mars og 15. apríl 2015.
Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/brekka-og-innbaer/fundargerdir

7.Hverfisnefnd Giljahverfis - fundargerð

Málsnúmer 2015010085Vakta málsnúmer

Lögð fram 14. fundargerð hverfisnefndar Giljahverfis dagsett 9. apríl 2015 - aðalfundur.
Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/giljahverfi
Bæjarráð vísar 2. lið 2 til skipulagsdeidar ásamt seinni ósk í 5. lið, 2. lið 1 og 3-9 er vísað til framkvæmdadeildar ásamt fyrri ósk í 5. lið, 1., 3. og 4. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

8.Myndlistaskólinn á Akureyri - ársreikningur 2014

Málsnúmer 2011100107Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Myndlistaskólans á Akureyri fyrir árið 2014.

9.Tækifæri hf - aðalfundur 2015

Málsnúmer 2015040128Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. apríl 2015 frá Jóni Steindóri Árnasyni framkvæmdastjóra Tækifæris hf þar sem hann fyrir hönd Tækifæris hf boðar til aðalfundar þriðjudaginn 5. maí nk. sem haldinn verður á 3ju hæð að Strandgötu 3, Akureyri og hefst kl. 14:00.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

10.Hafnasamlag Norðurlands - aðalfundur

Málsnúmer 2015040140Vakta málsnúmer

Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands verður haldinn miðvikudaginn 13. maí nk. kl. 15:00 í Hafnarhúsinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

11.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerð

Málsnúmer 2015010106Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 827. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 27. mars 2015. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

Fundi slitið - kl. 12:43.