Bæjarráð

3480. fundur 29. október 2015 kl. 08:30 - 11:13 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig mætti á fundinn undir þessum lið Silja Dögg Baldursdóttir L-lista.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Móttaka flóttamanna

Málsnúmer 2015090017Vakta málsnúmer

Silja Dögg Baldursdóttir formaður samfélags- og mannréttingaráðs og Sigríður Stefánsdóttir framkvæmastjóri samfélags- og mannréttindadeildar mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir stöðu mála.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá ráðningu verkefnisstjóra vegna móttöku flóttamanna.

3.Sjúkrahúsið á Akureyri - rýnihópur vegna gæðakerfis

Málsnúmer 2015100027Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. október 2015 frá Bjarna Jónassyni forstjóra SAk þar sem hann óskar eftir að Akureyrarbær tilnefnir aðal- og varamann í nefnd/rýnihóp sem fjallar um þjónusturýni.
Bæjarráð tilnefnir Sigríði Huld Jónsdóttur sem aðalmann og Bryndísi Björgu Þórhallsdóttur sem varamann.

4.Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2015/2016

Málsnúmer 2015090043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 20. október 2015 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um úthlutaðan byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016, 158 þorskígildistonn vegna Hríseyjar og 62 þorskígildistonn vegna Grímseyjar.

Í bréfinu er einnig vakin athygli á því að vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðalaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 10. nóvember 2015.

5.Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis - fundargerðir 2015

Málsnúmer 2015020006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dagsett 15. október 2015.

Fundargerðina má finna á netslóðinni:

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdir
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja eftir athugasemdum sem fram koma í fundargerðinni.

6.Áskorun til bæjarráðs um að beita sér í samningaviðræðum Skólastjórafélags Íslands og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2015100126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. október 2015 frá stjórnendum í grunnskólum Akureyrarbæjar þar sem skorað er á bæjarráð Akureyrarbæjar að beita sér í samningaviðræðum Skólastjórafélags Íslands og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarráð lýsir áhyggjum af stöðunni í kjaraviðræðum samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands og hvetur hlutaðeigandi til þess að ljúka samningum sem allra fyrst.

Fundi slitið - kl. 11:13.