Bæjarráð

3478. fundur 22. október 2015 kl. 08:30 - 11:44 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista, Silja Dögg Baldursdóttir L-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista.

2.Námsstyrkjasjóður sérmenntaðra starfsmanna - staða sjóðsins

Málsnúmer 2012090152Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 15. október sl:

1. liður í fundargerð fræðslunefndar dagsett 12. október 2015:

Námsstyrkjasjóður sérmenntaðra starfsmanna - umræða um stöðu sjóðsins.

Fræðslunefnd ályktar um stöðu Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna.

Um áramótin 2008-2009 var ákveðið að gera tímabundið hlé á fjárveitingu í Námsstyrkjasjóð sérmenntaðra starfsmanna. Fræðslunefnd hefur árlega frá árinu 2010 óskað eftir að fjármagni verði veitt í sjóðinn.

Í Samþykkt um styrki til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar segir í 1. gr.: Bæjarstjórn Akureyrar vill með samþykkt þessari stuðla að því að efla menntun og þekkingu sérmenntaðra starfsmanna sinna.

Fræðslunefnd ítrekar erindi sitt og skorar á bæjarráð að veita að nýju fjármagni til Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu, en samþykkir að endurskoða fyrirkomulag starfsþróunar starfsmanna.

3.Munkaþverárstræti 36 - uppkaup lóðar

Málsnúmer 2015100025Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 14. október 2015:

Nýlega var samþykkt deiliskipulag fyrir neðri hluta Norður-Brekku. Þar er gert ráð fyrir að byggt verði parhús á lóðinni nr. 36 við Munkaþverárstræti.

Skipulagsnefnd beinir því til bæjarráðs að Akureyrarbær gangi til samninga við lóðarhafa um að þeir fái byggingarrétt með tímatakmörkum á framkvæmdum samkvæmt deiliskipulaginu eða að Akureyrarbær leysi til sín lóðina.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.


Bæjarráð samþykkir að lóðarhöfum verði gefinn kostur á að framkvæma í samræmi við deiliskipulagið með þeim tímafresti sem skipulagsdeild veitir, en ella að bærinn leysi til sín lóðina.

4.Fræðslunefnd - skipun varamanns

Málsnúmer 2014100302Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um skipan varamanns í fræðslunefnd.
Bæjarráð skipar Steindór Ívar Ívarsson sem varamann í fræðslunefnd í stað Óskars Gísla Sveinssonar.

5.Eyþing - aðalfundur 2015 - ályktanir

Málsnúmer 2015080148Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar ályktanir aðalfundar Eyþings og samþykktir Menningarráðs Eyþings.

6.Menningarfélagið Hof ses - aðalfundur 2015

Málsnúmer 2015100095Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. október 2015 frá stjórn Menningarfélagsins Hofs þar sem boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 28. október nk. kl. 12:00 í Hömrum, Hofi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

7.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2015

Málsnúmer 2015010101Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 88. fundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 6. október 2015. Fundargerðina má finna á netslóðinni:

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-2014-2015
Bæjarráð vísar 3. og 7. lið til framkvæmdadeildar, 8. lið til skipulagsdeildar, 1., 2., 4., 5. og 6. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

8.Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis - fundargerðir 2015

Málsnúmer 2015020006Vakta málsnúmer

Lögð fram 56. fundargerð hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dagsett 8. október 2015.

Fundargerðina má finna á netslóðinni:

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdir
Bæjarráð vísar 3. lið til skipulagsdeildar, 4. lið til framkvæmdadeildar, 1. og 2. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

9.Hverfisnefnd Síðuhverfis - fundargerðir 2015

Málsnúmer 2015010084Vakta málsnúmer

Lögð fram 42. fundargerð hverfisnefndar Síðuhverfis dagsett 12. október 2015. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/siduhverfi/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1. lið til framkvæmdadeildar, 2. liður er lagður fram til kynningar í bæjarráði.

10.Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál

Málsnúmer 2015100096Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 16. október 2015 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál 2015.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0237.html

11.Drög að endurskoðaðri reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga

Málsnúmer 2015100098Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 16. október 2015 frá reikningsskila- og upplýsinganefnd þar sem bent er á að hægt er að leggja inn umsögn um drög að reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.

Reglugerðardrögin eru nú til kynningar og unnt að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 30. október nk. Skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Reglugerðardrögin er hægt að sækja á vef ráðuneytisins: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/drog-ad-nyrri-reglugerd-um-bokhald-fjarhagsaaetlanir-og-arsreikninga-sveitarfelaga-til-umsagnar-1

Fundi slitið - kl. 11:44.