Samfélags- og mannréttindadeild - starfsemi

Málsnúmer 2014090066

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 151. fundur - 11.09.2014

Kynning á starfsemi deildarinnar. Farið yfir jafnréttismál, fjölskyldustefnu og starfsemi Alþjóðastofu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 154. fundur - 16.10.2014

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála mætti á fundinn og kynnti starfssemi Punktsins og félagsstarf eldri borgara í Víðilundi og Bugðusíðu.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Bergljótu góða kynningu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 155. fundur - 23.10.2014

Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðs- og forvarnamála mætti á fundinn ásamt umsjónarmönnum félagsmiðstöðva og verkefnastjórum Ungmennahúss og kynnti starfsemina.
Á fundinn mættu undir þessum lið: Anna Guðlaug Gísladóttir, Gunnlaugur Guðmundsson og Katrín Ómarsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafar, Telma Óskarsdóttir og Orri Stefánsson verkefnastjórar í Ungmennahúsi og Klængur Gunnarsson starfsmaður í Ungmennahúsi.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar fyrir góða kynningu.

Siguróli Magni Sigurðsson B-lista vék af fundi kl. 15:40.

Samfélags- og mannréttindaráð - 157. fundur - 27.11.2014

Ráðið fór í heimsóknir í handverksmiðstöðina Punktinn og félagsstarf eldri borgara í Víðilundi og Bugðusíðu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 159. fundur - 15.01.2015

Ráðið fór í heimsókn, skoðaði aðstöðu og fékk upplýsingar um félagsstarf eldri borgara í Bugðusíðu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 166. fundur - 30.04.2015

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála og Anna Karen Úlfarsdóttir deildarstjóri í félagsstarfi aldraðra komu á fundinn og ræddu reynsluna af sameiningu Punktsins og félagsstarfs aldraðra. Rætt var um stefnu og framtíðarsýn um tómstundamál. Meðfylgjandi samantekt vinnuhóps um tómstundir frá nóvember 2013, ásamt erindisbréfi hópsins.

Samfélags- og mannréttindaráð - 172. fundur - 15.10.2015

Rætt var um félags- og tómstundastarf á Punktinum, í Víðilundi og í Bugðusíðu. Einnig var rætt um opið málþing um þetta efni sem fyrirhugað er að halda í nóvember. Lögð voru fram ýmis vinnugögn sem varða málið.
Kl. 15:00 kom á fundinn Dagný Þóra Baldursdóttir iðjuþjálfi og deildarstjóri þjónustukjarna á vegum búsetudeildar. Hún kynnti hugmyndafræði valdeflingar og hvernig hún er notuð í starfi.
Við kynninguna og hluta af umfjöllun um þennan lið sátu fundinn Eygló Antonsdóttir umsjónarmaður félagsstarfs í Víðilundi og Bugðusíðu og Halla Birgisdóttir umsjónarmaður Punktsins.

Hlín Garðarsdóttir Æ-lista vék af fundi kl. 15:50.
Vilberg Helgason V-lista vék af fundi kl. 16:00.

Samfélags- og mannréttindaráð - 173. fundur - 05.11.2015

Lögð voru fram drög að dagskrá og unnið að undirbúningi málþings samfélags- og mannréttindaráðs um félags- og tómstundastarf fyrir fullorðna sem haldið verður 19. nóvember nk.
Ráðið felur starfsfólki að halda áfram undirbúningi og að auglýsa þingið.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 174. fundur - 19.11.2015

Ráðið kom saman í til að undirbúa málþing um félagsstarf í Víðilundi, Bugðusíðu og á Punktinum.

Samfélags- og mannréttindaráð - 174. fundur - 19.11.2015

Málþing um félagsstarf hófst í þjónustu- og félagsmiðstöðinni í Víðilundi kl. 16:15 og stóð til 18:45. Nálægt 130 manns sóttu þingið. Flutt voru erindi og kynningar og fundarmenn störfuðu í 12 umræðuhópum. Samfélags- og mannréttindaráð mun vinna úr niðurstöðum fundarins.

Samfélags- og mannréttindaráð - 175. fundur - 26.11.2015

Málþing um félagsstarf í Víðilundi, Bugðusíðu og á Punktinum var haldið 19. nóvember sl.
Yfir 100 manns mættu á þingið.
Farið var yfir helstu niðurstöður úr umræðuhópum.
Rætt var um félagsstarf í Víðilundi og þær breytingar sem verða við að dagvistun á vegum öldrunardeildar hverfur úr húsinu.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð felur forstöðumanni tómstundamála og framkvæmdastjóra að leggja fram tillögur um nýtingu húsnæðis í félagsmiðstöðinni í Víðilundi og meta kostnað sem bætast myndi við með aukinni starfsemi. Tekið verði mið af niðurstöðum málþingsins.

Samfélags- og mannréttindaráð - 175. fundur - 26.11.2015

Umræður um börn í vanda og nauðsynlegt forvarnastarf.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála mætti á fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð telur nauðsynlegt að bregðast betur við flóknum vanda barna og einnig ungmenna á aldrinum 16 - 18 ára.
Ráðið leggur til við bæjarráð að stöðugildum vegna forvarna verði fjölgað um 1,4 til a.m.k. eins árs.

Bæjarráð - 3485. fundur - 03.12.2015

3. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 26. nóvember 2015:
Umræður um börn í vanda og nauðsynlegt forvarnastarf.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála mætti á fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð telur nauðsynlegt að bregðast betur við flóknum vanda barna og einnig ungmenna á aldrinum 16 - 18 ára.
Ráðið leggur til við bæjarráð að stöðugildum vegna forvarna verði fjölgað um 1,4 til a.m.k. eins árs.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála og Silja Dögg Baldursdóttir formaður samfélags- og mannréttindaráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 176. fundur - 03.12.2015

Umræður um nýtingu húsnæðis í félagsmiðstöðinni í Víðilundi. í framhaldi af bókun á fundi ráðsins 26. nóvember 2015 voru lagðar fram stuttar greinargerðir um nýtingu og mat á kostnaði við viðbótarhúsnæði.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð felur formanni og framkvæmdastjóra að koma upplýsingum á framfæri vegna fjárhagsáætlunargerðar.