Samfélags- og mannréttindaráð

174. fundur 19. nóvember 2015 kl. 15:00 - 19:00 Þjónustu- og félagsmiðstöðin Víðilundi 22
Nefndarmenn
  • Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Inda Björk Gunnarsdóttir L-lista sat fundinn í forföllum Silju Daggar Baldursdóttur.
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista boðaði forföll.

1.Samfélags- og mannréttindadeild - starfsemi

Málsnúmer 2014090066Vakta málsnúmer

Ráðið kom saman í til að undirbúa málþing um félagsstarf í Víðilundi, Bugðusíðu og á Punktinum.

2.Samfélags- og mannréttindadeild - málþing um félagsstarf

Málsnúmer 2014090066Vakta málsnúmer

Málþing um félagsstarf hófst í þjónustu- og félagsmiðstöðinni í Víðilundi kl. 16:15 og stóð til 18:45. Nálægt 130 manns sóttu þingið. Flutt voru erindi og kynningar og fundarmenn störfuðu í 12 umræðuhópum. Samfélags- og mannréttindaráð mun vinna úr niðurstöðum fundarins.

Fundi slitið - kl. 19:00.