Samfélags- og mannréttindaráð

157. fundur 27. nóvember 2014 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Eiður Arnar Pálmason
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Dagskrá

1.SAMTAKA - svæðisráð foreldra í grunnskólum Akureyrarbæjar - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014110056Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju umsókn sem frestað var á síðasta fundi. Umsóknin er dagsett 4. nóvember 2014 frá SAMTAKA - svæðisráði foreldra í grunnskólum Akureyrarbæjar þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 400.000 til að gera og dreifa seglum með útivistarreglum.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000.

2.Ugla ehf - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014110051Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju umsókn sem frestað var á síðasta fundi. Umsóknin er dagsett 2. nóvember 2014 frá Uglu ehf þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 300.000 vegna reiðnámskeiða Káts fyrir börn.

Samfélags- og mannréttindaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem Ugla ehf. er ekki lengur með lögheimili á Akureyri.

Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista mætti til fundar kl. 14:07.
Vilberg Helgason V-lista mætti til fundar kl. 14:12.

3.Samfélags- og mannréttindadeild - starfsemi

Málsnúmer 2014090066Vakta málsnúmer

Ráðið fór í heimsóknir í handverksmiðstöðina Punktinn og félagsstarf eldri borgara í Víðilundi og Bugðusíðu.

Fundi slitið - kl. 16:00.