Samfélags- og mannréttindaráð

151. fundur 11. september 2014 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Eiður Arnar Pálmason
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015 - samfélags- og mannréttindamál

Málsnúmer 2014080019Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðs- og forvarnamála sat fundinn undir þessum lið.

2.Félag eldri borgara á Akureyri - ályktun

Málsnúmer 2014040148Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 28. apríl 2014 tók bæjarráð fyrir ályktun frá Félagi eldri borgara á Akureyri þar sem hvatt var til stofnunar öldungagráðs. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og vísaði því til samfélags- og mannréttindaráðs sem á fundi sínum 7. maí sl. samþykkti að stofna öldungaráð. Farið var yfir stöðu málsins.

Samfélags- og mannréttindaráð óskar eftir að formaður Félags eldri borgara komi til fundar við ráðið á næstunni.

3.Félag eldri borgara á Akureyri - samkomulag

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

Fundargerð samráðsfundar Félags eldri borgara og fulltrúa Akureyrarbæjar dagsett 26. ágúst 2014 lögð fram til kynningar og umræðu.

4.Samfélags- og mannréttindadeild - starfsemi

Málsnúmer 2014090066Vakta málsnúmer

Kynning á starfsemi deildarinnar. Farið yfir jafnréttismál, fjölskyldustefnu og starfsemi Alþjóðastofu.

Fundi slitið - kl. 16:00.