Samfélags- og mannréttindaráð

159. fundur 15. janúar 2015 kl. 14:00 Bugðusíða 1
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Eiður Arnar Pálmason
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergljót Jónasdóttir
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Anna Karen Úlfarsdóttir deildarstjóri félagsstarfs sat fundinn.

Siguróli Magni Sigurðsson B-lista og varamaður hans boðuðu forföll.
Vilberg Helgason V-lista og varamaður hans voru fjarverandi.

1.Samfélags- og mannréttindadeild - starfsemi

Málsnúmer 2014090066Vakta málsnúmer

Ráðið fór í heimsókn, skoðaði aðstöðu og fékk upplýsingar um félagsstarf eldri borgara í Bugðusíðu.

2.Félag eldri borgara á Akureyri

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá Félagi eldri borgara á Akureyri komu á fundinn og kynntu starf félagsins og samstarf við Akureyrarbæ. Rætt var um hugmyndir um sérstakt öldrunarráð og samþykktir fyrir það. Nokkrar slíkar samþykktir frá öðrum stöðum voru skoðaðar. Einnig var farið stuttlega yfir "Samkomulag milli Félags eldri borgara á Akureyri og Akureyrarbæjar" frá 11. apríl 2008. Fulltrúar félagsins sem sátu fundinn voru: Sigurður Hermannsson formaður og stjórnarfólkið Guðbjörg Bjarman, Anna G. Thorarensen, Númi S. Adolfsson og Halldór Gunnarsson.
Ráðið þakkar fyrir góðar upplýsingar og umræður. Varðandi samþykkt fyrir "öldungaráð" var ákveðið að fulltrúar Félags eldri borgara legðu fram tillögu eða hugmyndir sínar. Tengiliður ráðsins við félagið verður framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar.

Fundi slitið.