Bæjarráð

3485. fundur 03. desember 2015 kl. 08:30 - 12:15 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Félagslegar íbúðir - staða mála

Málsnúmer 2015110157Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu félagslegra íbúða hjá Akureyrarbæ.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið og kynntu stöðuna.

3.Samfélags- og mannréttindadeild - forvarnamál

Málsnúmer 2014090066Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 26. nóvember 2015:

Umræður um börn í vanda og nauðsynlegt forvarnastarf.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála mætti á fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð telur nauðsynlegt að bregðast betur við flóknum vanda barna og einnig ungmenna á aldrinum 16 - 18 ára.

Ráðið leggur til við bæjarráð að stöðugildum vegna forvarna verði fjölgað um 1,4 til a.m.k. eins árs.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála og Silja Dögg Baldursdóttir formaður samfélags- og mannréttindaráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
Gunnar Gíslason D-lista vék af fundi kl. 11:42.

4.Framkvæmdadeild - starf forstöðumanns Umhverfismiðstöðvar

Málsnúmer 2015110143Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 27. nóvember 2015:

2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 8. maí 2015. Farið yfir tillögur Arnars Jónssonar ráðgjafa hjá Capacent. Arnar Jónsson mætti á fundinn.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund framkvæmdaráðs undir þessum lið.

Framkvæmdaráð samþykkir tillögurnar og vísar þeim til bæjarráðs.

Kynnt tillaga að nýju starfi forstöðumanns Umhverfismiðstöðar. Ný Umhverfismiðstöð samanstendur af Framkvæmdamiðstöð, Strætisvögnum Akureyrar og ferliþjónustu.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjaráð að nýtt starf forstöðumanns Umhverfismiðstöðvar verði skilgreint sem forstöðumannsstarf. Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag vegna starfsins skv. reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags.

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar að nýtt starf forstöðumanns Umhverfismiðstöðvar verði skilgreint sem forstöðumannsstarf og að greitt verði stjórnendaálag vegna starfsins skv. reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags.

5.Framkvæmdadeild - starf forstöðumanns tæknideildar

Málsnúmer 2015110144Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð kjarasamninganefnd dagsett 27. nóvember 2015:

6. liður á dagskrá framkvæmdaráðs 20. nóvember 2015.

Framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu vinnuhóps dagsetta 11/2015 og vísar henni til kjarasamninganefndar, en áskilur sér rétt til að endurskoða verkefnaskiptingu Umhverfismiðstöðvar.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjaráð að nýtt starf forstöðumanns tæknideildar verði skilgreint sem forstöðumannsstarf. Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag vegna starfsins skv. reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags.

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar að nýtt starf forstöðumanns tæknideildar verði skilgreint sem forstöðumannsstarf og að greitt verði stjórnendaálag vegna starfsins skv. reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags.

6.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð

Málsnúmer 2015110022Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 26. nóvember 2015. Fundargerðin er í 15 liðum.
Bæjarráð vísar 1., 7., 8. og 15. lið til skipulagsdeildar, 2., 3., 6. og 9. lið til framkvæmdadeildar, 5. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar, 10. lið til bæjarstjóra, 11. lið til íþróttafulltrúa, 4., 12., 13. og 14. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

7.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 272., 273. og 274. fundar stjórnar Eyþings dagsettar 9. og 21. október og 18. nóvember 2015.

Fundargerðirnar má finna á netslóðinni: https://www.eything.is/is/fundargerdir-1

8.Hverfisnefnd Oddeyrar - fundargerð

Málsnúmer 2015010103Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 65. fundar hverfisnefndar Oddeyrar dagsett 24. nóvember 2015.

Fundargerðina má finna á vefslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/oddeyri/fundargerdir
Bæjarráð vísar 3. og 4. lið til skipulagsdeildar, 1. og 2. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 12:15.