Samfélags- og mannréttindaráð

175. fundur 26. nóvember 2015 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðs- og forvarnamála
  • Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista sat fundinn í forföllum Eiðs Arnars Pálmasonar.

1.Samfélags- og mannréttindadeild - málþing um félagsstarf

Málsnúmer 2014090066Vakta málsnúmer

Málþing um félagsstarf í Víðilundi, Bugðusíðu og á Punktinum var haldið 19. nóvember sl.
Yfir 100 manns mættu á þingið.
Farið var yfir helstu niðurstöður úr umræðuhópum.
Rætt var um félagsstarf í Víðilundi og þær breytingar sem verða við að dagvistun á vegum öldrunardeildar hverfur úr húsinu.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð felur forstöðumanni tómstundamála og framkvæmdastjóra að leggja fram tillögur um nýtingu húsnæðis í félagsmiðstöðinni í Víðilundi og meta kostnað sem bætast myndi við með aukinni starfsemi. Tekið verði mið af niðurstöðum málþingsins.

2.Framtíðarþing um farsæla öldrun

Málsnúmer 2014030008Vakta málsnúmer

Lögð var fram lokaskýrsla og samantekt um Framtíðarþing um farsæla öldrun sem haldið var á Akureyri 18. maí 2015. Kynningarfundur um niðurstöðu var haldinn á Akureyri 13. nóvember 2015.

3.Samfélags- og mannréttindadeild - forvarnamál

Málsnúmer 2014090066Vakta málsnúmer

Umræður um börn í vanda og nauðsynlegt forvarnastarf.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála mætti á fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð telur nauðsynlegt að bregðast betur við flóknum vanda barna og einnig ungmenna á aldrinum 16 - 18 ára.
Ráðið leggur til við bæjarráð að stöðugildum vegna forvarna verði fjölgað um 1,4 til a.m.k. eins árs.

4.Netnotkun barna og unglinga

Málsnúmer 2015020146Vakta málsnúmer

Bergþóra Þórhallsdóttir greindi frá starfi í samstarfshópi um örugga netnotkun barna og ungmenna. Ráðið tilnefndi fulltrúa í hópinn 26. mars 2015.
Samfélags- og mannréttindaráð lýsir ánægju með starf hópsins og fyrirhugað málþing í mars nk. Ráðið þakkar góða kynningu.

Fundi slitið - kl. 16:00.