Samfélags- og mannréttindaráð

172. fundur 15. október 2015 kl. 14:00 - 16:33 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista sat fundinn í forföllum Eiðs Arnars Pálmasonar.

1.Samfélags- og mannréttindadeild - starfsemi

Málsnúmer 2014090066Vakta málsnúmer

Rætt var um félags- og tómstundastarf á Punktinum, í Víðilundi og í Bugðusíðu. Einnig var rætt um opið málþing um þetta efni sem fyrirhugað er að halda í nóvember. Lögð voru fram ýmis vinnugögn sem varða málið.
Kl. 15:00 kom á fundinn Dagný Þóra Baldursdóttir iðjuþjálfi og deildarstjóri þjónustukjarna á vegum búsetudeildar. Hún kynnti hugmyndafræði valdeflingar og hvernig hún er notuð í starfi.
Við kynninguna og hluta af umfjöllun um þennan lið sátu fundinn Eygló Antonsdóttir umsjónarmaður félagsstarfs í Víðilundi og Bugðusíðu og Halla Birgisdóttir umsjónarmaður Punktsins.

Hlín Garðarsdóttir Æ-lista vék af fundi kl. 15:50.
Vilberg Helgason V-lista vék af fundi kl. 16:00.

Fundi slitið - kl. 16:33.