Skipulagsnefnd

137. fundur 09. maí 2012 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Haraldur Sveinbjörn Helgason varaformaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Pálmi Gunnarsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023

Málsnúmer 2011100003Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju í framhaldi af bókun skipulagsnefndar frá 25. apríl s.l. um staðsetningu sameiginlegs urðunarstaðar í Eyjafirði.
Þann 2. október s.l. var aðildarsveitarfélögum svæðisskipulagsins send til umsagnar, með vísan til 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, lýsing á skipulagsverkefninu "Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023" ásamt fylgiriti þar sem gerð var grein fyrir helstu forsendum væntanlegrar skipulagstillögu. Þrjú sveitarfélög gerðu athugasemdir við nokkra þætti lýsingarinnar. Tekið hefur verið tillit til hluta þeirra í meðfylgjandi gögnum og gerð er grein fyrir afgreiðslu þeirra efnisþátta sem ekki þótti ástæða til að færa inn í væntanlega skipulagstillögu.
Samvinnunefndin óskar eftir athugasemdum við meðfylgjandi gögn.

Sveitarfélögin á skipulagssvæðinu reka sameiginlega einkahlutafélagið Flokkun ehf., sem annast stefnumótun og áætlunargerð um meðhöndlun úrgangs á svæðinu, ásamt endurskoðun á gildandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005-2020. Hlutverk félagsins er einnig að fjalla um framtíðar fyrirkomulag á endurvinnslu og förgun úrgangs á svæðinu.
Skipulagsnefnd telur að efniskafli um sorpmál eigi að vera hluti af svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2011-2023 þó svo að sameiginlegur urðunarstaður í Eyjafirði sé ekki í augsýn og verði ekki skilgreindur í svæðisskipulaginu sem nú er í endurskoðun.
Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að í skipulagslýsingunni komi fram stefna hins sameiginlega félags um hvernig sorpmálum verði háttað á svæðinu til lengri tíma litið og að gerðar verði tillögur um samræmda meðhöndlun úrgangs, þ.m.t. flokkun almenns sorps.

2.Hofsbót - fyrirspurn um smáhýsi fyrir skemmtisiglingar

Málsnúmer 2012030058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. mars 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Sailing sport ehf., kt. 621208-1440, óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um þá hugmynd að setja upp aðstöðuhús fyrir skemmtisiglingar við Hofsbót. Meðfylgjandi eru nánari skýringar og afstöðumynd.
Skipulagsnefnd tók jákvætt í erindið 25. apríl 2012 en óskaði eftir nánari útfærslu á útliti og frágangi hússins sem móttekin var 30. apríl 2012.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í framlagða tillögu og felur skipulagsstjóra að afgreiða byggingarleyfi þegar umsókn um það berst.

3.Lagning raflína í jörð - óskað umsagnar

Málsnúmer 2012030264Vakta málsnúmer

Erindi dags. 23. mars 2012 frá iðnaðarráðuneytinu þar sem fram kemur að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu þar sem iðnaðarráðherra í samráði við umhverfisráðherra er falið að skipa nefnd er móti stefnu um lagningu raflína í jörð og þau sjónarmið sem taka ber mið af hverju sinni við ákvarðanir þar um. Nefndin skal skila tillögum til iðnaðarráðherra fyrir 20. september 2012 og hvetur alla sem hagsmuna eiga að gæta og aðra sem áhuga hafa, til að kynna sér tillöguna og senda nefndinni athugasemdir og ábendingar sem varða mótun stefnu um raflínur í jörð. Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til 18. maí 2012.

Skipulagsnefnd fagnar því að stofnuð hafi verið nefnd er móti stefnu um lagningu raflína í jörð sem nú eru ofanjarðar og þau sjónarmið sem taka beri mið af.
Skipulagsnefnd telur að sérstaklega beri að skoða aðstæður í og næst þéttbýli og alþjóðaflugvelli með það í huga að allar raflínur 220 kV og minni verði settar í jörð.

Að öðru leyti er vísað í meðfylgjandi greinargerð sem svar við erindinu.

4.KA svæði- Lundarskóli- Lundarsel - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011100022Vakta málsnúmer

Formaður skipulagsnefndar óskar eftir að deiliskipulagið "KA svæði- Lundarskóli- Lundarsel" verði endurskoðað vegna breytinga á innra skipulagi svæðis KA og vegna gerðar nýs göngustígs frá Dalsbraut að Lundarskóla.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að setja í gang vinnu við endurskoðun deiliskipulagsins í samræmi við umræður á fundinum.

5.Krossanes 4 - fyrirhuguð stækkun

Málsnúmer 2012040135Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 25. apríl 2012 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Becromal Iceland ehf., kt. 590207-0120, óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um fyrirhugaða stækkun á núverandi verksmiðju Becromal skv. meðfylgjandi tillöguteikningum.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í tillögur að stækkunaráætlun Becromal Iceland ehf., í Krossanesi sem eru í samræmi við staðfest deiliskipulag svæðisins. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að afgreiða byggingarleyfi þegar umsókn um það berst.

6.Kjarnagata - uppgröftur

Málsnúmer 2009050004Vakta málsnúmer

Sævar Ingi Jónsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Bendir á að grunnar í Kjarnagötu 25-31 og 33-39 séu búnir að standa auðir síðan 2007. Á lóðunum eru nú einnig jarðvegshaugar, timbur, járn og drasl.

Eftir nýafstaðið uppboð eru komnir nýir eigendur að lóðunum og má því gera ráð fyrir að framkvæmdir fari af stað á ný. Ef ekki, verður hægt að gera kröfu til nýrra eigenda um úrbætur ef í ljós kemur að öryggismálum sé ábótavant.

Um áramótin 2008-2009 var farið í átak varðandi öryggisaðbúnað m.a.  á umræddum byggingalóðum. Þær úrbætur voru nægjanlegar að mati skipulagsnefndar og þannig útfærðar að ekki ætti að skapast hætta af. Þar sem talsverður tími er síðan grafið var út fyrir grunnum hefur í millitíðinni sest að ýmis gróður í jarðvegshaugana og má segja að þeir séu nú meira og minna grónir. Því er ekki mælt með að hróflað verði við þeim nema að framkvæmdir hefjist á ný, því slíkt kallar á moldarfok með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa við Mýrartún og Kjarnagötu. Að öðru leyti er vísað til bréfs dagsetts 8. júlí 2009 sem svars við fyrirspurninni.

7.Barmahlíð 8 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012040106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. apríl 2012 þar sem Bragi Óskarsson með leyfi lóðarhafa Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630, óskar eftir undanþágu til að reisa einbýlishús á einni hæð með einhalla þaki við Barmahlíð 8. Nánari skýringar eru í meðfylgjandi bréfi ásamt ljósmyndum af nærliggjandi húsum.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

8.Umferðarmál - ábendingar 2012

Málsnúmer 2012040151Vakta málsnúmer

Innsendur tölvupóstur dagsettur 26. apríl 2012 frá Guðmundi F. Guðmundssyni. Hann vekur athygli á að vegfarendur virði ekki einstefnu sem er á Skólastíg neðan Laugagötu og við það skapist hætta og ýmis óþægindi. Sjá nánar í meðfylgjandi bréfi.

Í gangi er vinna við breytingu á deiliskipulagi Brekkuskóla og nágrenni þar sem m.a. verður fjallað um umferðarmál svæðisins. Á þessari stundu er ekki hægt að segja til um hvort gerðar verði breytingar á umferðarmálum svæðisins. Þegar sú tillaga liggur fyrir mun hún verða auglýst með sex vikna athugasemdafresti.

9.Hundahald - beiðni um lóð undir hundagæslu

Málsnúmer 2012040157Vakta málsnúmer

Erindi dags. 24. apríl 2012 frá Sonju Stelly Gústafsdóttur þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort Akureyrarbær geti útvegað eign með lóð, eða lóð til sölu eða leigu undir hundagæslu.

Engar sérstakar lóðir hjá sveitarfélaginu eru eyrnarmerktar fyrir hundagæslu en talsvert er til af iðnaðar- og atvinnulóðum í Nesjahverfi og við Sjafnargötu sem gætu hentað undir slíka starfsemi. Nánari upplýsingar fást hjá skipulagsdeild og Fasteignum Akureyrarbæjar.

10.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 24. apríl 2012. Lögð var fram fundargerð 394. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.

Lagt fram til kynningar.

11.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 2. maí 2012. Lögð var fram fundargerð 395. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.