Bæjarstjórn

3321. fundur 22. maí 2012 kl. 16:00 - 18:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Starfsmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Ólafur Jónsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Víðir Benediktsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023

Málsnúmer 2011100003Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. maí 2012:
Tekið fyrir að nýju í framhaldi af bókun skipulagsnefndar frá 25. apríl sl. um staðsetningu sameiginlegs urðunarstaðar í Eyjafirði.
Þann 2. október sl. var aðildarsveitarfélögum svæðisskipulagsins send til umsagnar, með vísan til 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, lýsing á skipulagsverkefninu "Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023" ásamt fylgiriti þar sem gerð var grein fyrir helstu forsendum væntanlegrar skipulagstillögu. Þrjú sveitarfélög gerðu athugasemdir við nokkra þætti lýsingarinnar. Tekið hefur verið tillit til hluta þeirra í meðfylgjandi gögnum og gerð er grein fyrir afgreiðslu þeirra efnisþátta sem ekki þótti ástæða til að færa inn í væntanlega skipulagstillögu.
Samvinnunefndin óskar eftir athugasemdum við meðfylgjandi gögn.

Sveitarfélögin á skipulagssvæðinu reka sameiginlega einkahlutafélagið Flokkun ehf, sem annast stefnumótun og áætlunargerð um meðhöndlun úrgangs á svæðinu, ásamt endurskoðun á gildandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005-2020. Hlutverk félagsins er einnig að fjalla um framtíðar fyrirkomulag á endurvinnslu og förgun úrgangs á svæðinu.
Skipulagsnefnd telur að efniskafli um sorpmál eigi að vera hluti af svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2011-2023 þó svo að sameiginlegur urðunarstaður í Eyjafirði sé ekki í augsýn og verði ekki skilgreindur í svæðisskipulaginu sem nú er í endurskoðun.
Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að í skipulagslýsingunni komi fram stefna hins sameiginlega félags um hvernig sorpmálum verði háttað á svæðinu til lengri tíma litið og að gerðar verði tillögur um samræmda meðhöndlun úrgangs, þ.m.t. flokkun almenns sorps.

Bæjarstjórn samþykkir bókun skipulagsnefndar dags. 9. maí 2012 með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

2.Stefnuumræða í bæjarstjórn 2012 - framkvæmdaráð/stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012010347Vakta málsnúmer

Starfsáætlun framkvæmdaráðs/stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Oddur Helgi Halldórsson formaður framkvæmdaráðs/stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar gerði grein fyrir áætluninni.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

3.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 10. maí 2012
Skipulagsnefnd 9. maí 2012
Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 9. og 16. maí 2012
Framkvæmdaráð 11. maí 2012
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 11. maí 2012
Stjórn Akureyrarstofu 2. maí 2012
Skólanefnd 7. maí 2012
Íþróttaráð 10. maí 2012
Félagsmálaráð 9. maí 2012
Samfélags- og mannréttindaráð 9. og 16. maí 2012
Umhverfisnefnd 8. maí 2012

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is / Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:05.