Bæjarstjórn

3344. fundur 15. október 2013 kl. 16:00 - 18:56 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Ólafur Jónsson 2. varaforseti
 • Hlín Bolladóttir
 • Sigurður Guðmundsson
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Inda Björk Gunnarsdóttir
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Víðir Benediktsson
 • Edward Hákon Huijbens
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Logi Már Einarsson
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Geirs Kristins Aðalsteinssonar.
Víðir Benediktsson L-lista mætti í forföllum Odds Helga Halldórssonar.
Edward Hákon Huijbens V-lista mætti í forföllum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur.


Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá málið Bæjarstjórn - ósk um tímabundið leyfi frá störfum og var það samþykkt samhljóða. Málið verður númer 2 á dagskránni.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Vegna fjarveru forseta og 1. varaforseta þarf að kjósa varaforseta til starfa á fundi bæjarstjórnar 15. október 2013.

Fram kom tillaga með nafni Höllu Bjarkar Reynisdóttur L-lista og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúi Sigurður Guðmundsson, kt. 080369-3879, A-lista, óskar eftir tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi frá 18. október til 6. nóvember 2013.
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Sigurðar Guðmundssonar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Aðalskipulagsbreyting, Hamrar og Gata sólarinnar

Málsnúmer 2013040143Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. október 2013:
Tillagan var auglýst frá 14. ágúst til 25. september 2013.
Þrjár umsagnir bárust til viðbótar við áður innkomar umsagnir vegna skipulagslýsingar frá:
1) Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dags. 3. september 2013.
Þeir benda á mikilvægi þess að gerð verði grein fyrir hreinsivirkjum fyrir skólp og rými til stækkunar á hreinsivirkjum.
2) Umhverfisstofnun dags. 7. ágúst 2013 sem ekki gerir athugasemdir en telur mikilvægt að ekki verði röskun á klettaborgunum við framkvæmdir í Kjarna og við Hamra.
3) Stjórn Hamra, útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta, dags. 16. júlí 2013.
a) Bent er á að um svæðið liggja fjórar háspennulínur.
b) Stjórnin telur að gera þurfi grein fyrir framtíðarlegu vega inn á svæðið.
c) Gert var ráð fyrir byggingarreit undir útileguskála (frá 1995) og leggur stjórnin til að þeim möguleika verði haldið inni.

Beiðni um umsagnir vegna skipulagstillögunnar voru sendar til Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar. Svar hefur ekki borist frá Umhverfisstofnun en tímafrestur var til 25. september 2013.
Innkomið bréf frá Skipulagsstofnun dags. 18. júlí 2013 þar sem ekki er gerð athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga þegar tekið hefur verið tillit til eftirfarandi ábendinga:
a) Taka þarf út línu í töflunni yfir svæði 3.21.17F og endurskoða dálkinn "lýsing".
b) Rökstyðja þarf þær fullyrðingar að engar minjar séu á svæðinu.
c) Senda þarf Skipulagsstofnun afrit af umsögnum þeirra aðila sem leitað var til.
d) Gera þarf grein fyrir því hvernig vegtenging verður að tjaldsvæði.
e) Auka þarf litamun á uppdrætti á frístundarbyggðar- og íbúðarsvæðum.

Tilkynning um auglýsingu voru sendar til Hörgársveitar, Eyjafjarðarsveitar, Heilbrigðiseftirlits NE, Hamra útilífsmiðstöðvar, Skógræktarfélagsins, Norðurorku, Minjastofnunar, Svæðisskipulagsnefndar og Landsnets.
Tvær athugasemdir bárust frá:
1) Hörgársveit dags. 22. ágúst 2013 sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
2) Norðurorku dags. 3. september 2013. Þeir ítreka fyrri athugasemdir um að tvær lagnir á vegum Norðurorku liggja í grennd við frístundasvæðið við Götu sólarinnar sem hugsanlega þarf að færa og lendir kostnaður vegna færslu þeirra á þeim sem óskar eftir breytingum.
Svör við umsögnum um lýsingu:
1) Upplýsingar um hreinisvirki vegna skólps er að finna á deiliskipulagsuppdrætti og í greinargerð sem nú er í auglýsingu.
2) Gefur ekki tilefni til svars.
3) a) Háspennulínur við Hamra eru sýndar á aðalskipulagsuppdrætti en nánari grein er gerð fyrir línum í deiliskipulagstillögu sem nú er í auglýsingu.
b) Í aðalskipulagstillögunni er einungis sýnd vegtenging við Hamrasvæðið en nánari útlistun á vegakerfi svæðisins er sýnd á deiliskipulagsuppdrætti sem nú er í auglýsingu.
c) Umrætt svæði er utan skipulagsmarka.
Tekið var tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar sem fram koma í bréfi dags. 18. júlí 2013 og viðeigandi lagfæringar gerðar á uppdrætti og í greinargerð fyrir auglýsingu tillögunnar.
Svör við athugasemdum um skipulagstilllögu:
1) Gefur ekki tilefni til svars.
2) Tekið skal fram að umræddar lagnir eru utan skipulags frístundasvæðisins.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Aðalskipulagsbreyting vegna akstursíþrótta- og skotsvæðis

Málsnúmer 2013040061Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. október 2013:
Tillagan var auglýst frá 21. ágúst til 2. október 2013.
Ein umsögn barst til viðbótar við áður innkomar umsagnir vegna skipulagslýsingar frá Umhverfisstofnun, dags. 15. ágúst 2013:
Stofnunin telur mikilvægt að tekið sé tillit til þeirrar frístundastarfsemi sem fer fram á svæðinu með því að koma í veg fyrir hávaðamengun frá akstri og skotæfingum. Einnig er bent á mikilvægi þess að staðargróður sé notaður við uppgræðslu á svæðinu.

Beiðni um umsagnir á skipulagstillögu voru sendar til tíu umsagnaraðila:
Heilbrigðiseftirlits NE, umhverfisnefndar, íþróttaráðs, Hörgársveitar, Eyjafjarðarsveitar, Norðurorku, Vegagerðarinnar, Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar.

Sex umsagnir bárust um skipulagstillöguna frá:
1) Norðurorku dags. 3. september 2013.
Á skipulagssvæðinu er vatnstankur Norðurorku með tveimur lagnaleiðum. Lóð aksturssvæðisins er stækkuð og liggja því báðar lagnir innan þeirrar lóðar. Norðurorka bendir á að tryggja verður kvaðir vegna lagnanna svo hægt sé að þjónusta þær í framtíðinni.
2) Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dags. 3. september 2013 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna en minnir á mikilvægi hljóðvarna og bendir á að uppsöfnun á blýi vegna skotsvæðis, kann að kalla á hreinsun yfirborðs.
3) Hörgársveit dags. 22. ágúst 2013 og 20. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
4) Vegagerðinni dags. 4. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
5) Íþróttaráði dags. 6. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
6) Umhverfisnefnd dags. 10. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
Svör við umsögnum um skipulagstilllögu:
1) Ekki er gerð grein fyrir kvöðum um lagnir í aðalskipulagstillögu en slíkt mun verða gert í deiliskipulagstillögu sem er í vinnslu.
Aðrar umsagnir gefa ekki tilefni til svars.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024

Málsnúmer 2011100003Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. október 2013:
Erindi dags. 25. september 2013 frá Bjarna Kristjánssyni þar sem hann f.h. svæðisskipulagsnefndar óskar samþykktar bæjarstjórnar á afgreiðslu svæðisskipulagsnefndarinnar á tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 og umsögnum hennar um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma ásamt tillögu að breytingu á tillögunni eftir auglýsingu hennar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu svæðisskipulagsnefndarinnar og leggur til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Félagsmálaráð - gjaldskrár 2014

Málsnúmer 2013090249Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 10. október 2013:
3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 25. september 2013:
Eftirtaldar gjaldskrár lagðar fram til afgreiðslu:
Heimaþjónusta Akureyrarbæjar, félagsstarf eldri borgara á Akureyri, skólavistun 16-20 ára og skammtímavistun fyrir fatlaða einstaklinga búsetta utan sameiginlegs þjónustusvæðis í Eyjafirði.
Félagsmálaráð samþykkir 4% hækkun gjaldskrár heimaþjónustu.
Félagsmálaráð samþykkir hækkun gjaldskrár vegna hádegisverðar í félagsstarfi aldraðra úr kr. 980 í kr. 1.000 máltíðina.
Félagsmálaráð samþykkir hækkun á leigu fyrir sali í félagsmiðstöðum aldraðra í kr. 50.000 og að settar verði nánari reglur um útleiguna.
Félagsmálaráð samþykkir að gjaldskrá fyrir frístund mikið fatlaðra ungmenna 16-20 ára verði sú sama og fyrir aðra notendur þjónustunnar og taki gildi 1. nóvember 2013, samþykktinni vísað til bæjarráðs.
Félagsmálaráð samþykkir tillögu að hækkun á gjaldi skammtímavistunar fyrir einstaklinga utan sameiginlegs þjónustusvæðis.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir frístund mikið fatlaðra ungmenna 16-20 ára, sem taki gildi 1. nóvember 2013 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir frístund mikið fatlaðra ungmenna 16-20 ára, sem taki gildi 1. nóvember 2013, með 11 samhljóða atkvæðum.

Aðrar gjaldskrár verða afgreiddar með fjárhagsáætlun 2014.

7.Stöðuskýrsla í bæjarstjórn 2013-2014 - íþróttaráð

Málsnúmer 2013090098Vakta málsnúmer

Tryggvi Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi og formaður íþróttaráðs gerði grein fyrir stöðuskýrslu nefndarinnar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

8.Skólamál - umræða

Málsnúmer 2013100100Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúi Logi Már Einarsson S-lista óskaði eftir að skólamál yrðu tekin til umræðu.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

9.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 18. og 25. september, 2. og 9. október 2013
Bæjarráð 19., 23. og 26. september og 10. október 2013
Félagsmálaráð 25. september og 9. október 2013
Framkvæmdaráð 24. september og 4. október 2013
Fræðslunefnd 3. október 2013
Íþróttaráð 19. og 24. september 2013
Samfélags- og mannréttindaráð 18. og 23. september 2013
Skipulagsnefnd 9. október 2013
Skólanefnd 16. og 30. september 2013
Stjórn Akureyrarstofu 11. og 24. september 2013
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 24. september og 4. október 2013
Umhverfisnefnd 8. október 2013

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:56.