Bæjarstjórn

3335. fundur 19. febrúar 2013 kl. 16:00 - 16:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Ólafur Jónsson
  • Ragnar Sverrisson
  • Sigurður Guðmundsson
  • bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Heiða Karlsdóttir ritari bæjarstjóra
Dagskrá
Ragnar Sverrisson S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.

Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá málið "Bæjarstjórn Akureyrar og borgarstjórn Reykjavíkur - samstarfsvettvangur" og var það samþykkt samhljóða. Málið verður nr. 2 á dagskránni.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá B-lista um breytingar á skipan áheyrnarfulltrúa í skólanefnd og skipulagsnefnd:

Skólanefnd:
Áslaug Magnúsdóttir tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Gerðar Jónsdóttur.

Skipulagsnefnd:
Viðar Valdimarsson tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Jóhannesar G. Bjarnasonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn Akureyrar og borgarstjórn Reykjavíkur - samstarfsvettvangur

Málsnúmer 2013020193Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá sameiginlegum fundi borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Akureyrar dags. 8. febrúar 2013, þar sem eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:

Borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Akureyrar fagna sameiginlegum fundi sem fram
fór þann 8. febrúar 2013 og sammælast um að efla samstarf sveitarfélaganna í framtíðinni.
Skipaður verði formlegur samstarfsvettvangur þeirra sem skipaður verði fjórum fulltrúum
frá hvoru sveitarfélagi.

Fram kom eftirfarandi tillaga um skipun fulltrúa Akureyrarbæjar í samstarfsvettvanginum:

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar, Halla Björk Reynisdóttir formaður bæjarráðs og Sigurður Guðmundsson bæjarfulltrúi.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, breyting þéttbýlismarka

Málsnúmer 2012060063Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2013:
Tillaga að aðalskipulagsbreytingunni var auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga þann 17. október með athugasemdafresti til 28. nóvember 2012. Auglýsingar birtust í Dagskránni, Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun.
Tvær athugasemdir bárust:
1) Landslög f.h. SS-Byggis ehf, dags. 28. nóvember 2012.
Skipulagsbreytingunni er mótmælt þar sem með henni er leitast við að klæða ólögmæta innheimtu gatnagerðargjalda í lögmætan búning hvað varðar byggingarsvæði Hálanda. Sjá nánar í bréfi.
2) Hörgársveit, dags. 28. nóvember 2012.
Ekki er gerð athugasemd við breytingartillöguna að öðru leyti en því að sveitarfélagamörk Akureyrarkaupstaðar og Hörgársveitar séu ekki rétt dregin á uppdráttum.
Innkomnar umsagnir:
Bréf Umhverfisstofnunar dags. 9. október 2012 vegna skipulagslýsingar og aðalskipulagsbreytingar. Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagslýsingu og auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 3. október 2012 er ekki gerð athugasemd við að breytingin verði auglýst en vakin athygli á að skoða þarf samræmi við lög nr. 75/2008 um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús.
Ekki barst umsögn frá Eyjafjarðarsveit.
Svör við athugasemdum:
1) Sjá svar við athugasemdinni í meðfylgjandi skjali merktu "Landslög, SS-Byggir - svör við athugasemdum dags. 16.1.2013".
2) Samkvæmt upplýsingum í minnisblaði dags. 15. mars 2010 frá Landmælingum Íslands eru sveitarfélagamörk Hörgársveitar og Akureyrarkaupstaðar leiðrétt í samræmi við ákvæði er koma fram í lögum nr. 107/1954 en þar er tilgreint að mörkin skulu vera við norðurmörk jarðanna Ytra-Krossaness, Grænhóls, Mýrarlóns og Hrappstaða (sjá viðhengi "Hörgársveit_11032010.pdf"). Á grundvelli þessara gagna samþykkir skipulagsnefnd breytingu á sveitarfélagamörkunum.
Eftir auglýsingartíma voru þéttbýlismörk norðan Hlíðarfjallsvegar færð að hluta til ofar í hlíðina þannig að þau fylgja nú fjallsgirðingu til norðurs.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024

Málsnúmer 2011100003Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. febrúar 2013:
Erindi dags. 23. janúar 2013 þar sem Bjarni Kristjánsson f.h. Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar tilkynnir að nefndin hafi lokið almennri kynningu á tillögunni eins og fyrir er mælt í 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningin fór fram dagana 9. og 10. janúar sl.
Að lokinni fyrrnefndri kynningu skal svæðisskipulagsnefnd taka tillöguna til formlegrar afgreiðslu og leggja hana síðan fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórnir til samþykktar samanber 3. mgr. 23. gr. áður tilvitnaðra laga.
Með vísan til framanskráðs er formleg tillaga svæðisskipulagsnefndar að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 ásamt forsenduhefti og umhverfisskýrslu send hlutaðeigandi sveitarstjórnum til samþykktar.
Þess er vænst að afstaða sveitarfélagsins til tillögunnar berist nefndinni eigi síðar en 22. febrúar 2013.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að svæðisskipulagstillagan verði samþykkt til auglýsingar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

5.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 6. og 13. febrúar 2013
Bæjarráð 7. febrúar 2013
Félagsmálaráð 13. febrúar 2013
Framkvæmdaráð 1. febrúar 2013
Fræðslunefnd 7. febrúar 2013
Íþróttaráð 7. febrúar 2013
Samfélags- og mannréttindaráð 6. febrúar 2

Fundi slitið - kl. 16:55.