Skipulagsnefnd

123. fundur 12. október 2011 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Haraldur Sveinbjörn Helgason
  • Auður Jónasdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Kristján Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2012 - skipulagsdeild

Málsnúmer 2011100018Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun skipulagsnefndar og skipulagsdeildar fyrir árið 2012.
Einnig var lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt.

2.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023

Málsnúmer 2011100003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. október 2011 þar sem Bjarni Kristjánsson f.h. Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar sendir inn til samþykktar skipulagslýsingu, ásamt fylgiriti, að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar. Þess er vænst að afstaða sveitarfélaganna til lýsingarinnar berist nefndinni eigi síðar en 20. október 2011.

Skipulagsnefnd frestar erindinu.

3.Aðalskipulag - Blöndulína 3. Akureyri - Krafla. Breyting á aðalskipulagi - skipulagslýsing.

Málsnúmer SN080072Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu dagsetta 9. október 2011 unna af Árna Ólafssyni arktekt f.h. Teiknistofu arkitekta ehf. vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar á línuleið Blöndulínu 3 ofan Akureyrar, frá sveitafélagsmörkum Hörgárbyggðar að fyrirhuguðu tengivirki við Kífsá og jarðstrengjaleið þaðan að Rangárvöllum.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi, leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

4.Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018 - breyting vegna lengingar varnargarðs við Hofsbót.

Málsnúmer 2011100023Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 unna af Árna Ólafssyni f.h. Teiknistofu arkitekta ehf. dagsettri 7. október 2011. Um er að ræða breytingu vegna fyrirhugaðrar lengingar á varnargarði við Hofsbót.

Breyting þessi felur ekki í sér stefnu um leyfisveitingar til framkvæmda, sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er hún því ekki háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Breytingin er óveruleg og hefur hvorki áhrif á ósnortna náttúru, jarðmyndanir og vistkerfi sem njóta sérstakrar verndar, verndarsvæði né skráðar fornminjar. Breytingin hefur ekki í för með sér neikvæð áhrif á nágranna eða landnotkun og nýtingu aðliggjandi svæða.

Meirihluti skipulagsnefndar leggur því til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Auður Jónasdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti og óskar bókað að eðlilegra væri að vinna þessa beiðni með miðbæjarskipulaginu í heild. Ekki er hægt að ýta vinnu við miðbæjarskipulagið lengur á undan sér, því fleiri mál bíða úrlausnar.

5.Eyrarlandsvegur FSA - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011060017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2011 frá Fanneyju Hauksdóttur þar sem hún f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar FSA við Eyrarlandsveg.
Breytingin felst í að heimilt verður að rífa líkhús.

Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu er varðar niðurrif á húsnæði sem ekki er í notkun og er breyting sem varðar Akureyrarbæ og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Dalsbraut - deiliskipulag - fyrirspurnir í bæjarráði

Málsnúmer 2011100012Vakta málsnúmer

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
1. Hvenær hefst vinna við breytingar á deiliskipulagi Lundarskóla og íþróttasvæðis KA vegna lagningar Dalsbrautar og hvenær er áætlað að breytt deiliskipulag verði auglýst?
2. Verður myndaður sameiginlegur samráðshópur Lundarskóla og KA í þessari deiliskipulagsvinnu?
3. Er búið að taka afstöðu til staðsetningar innkeyrslu að Lundarskóla frá Dalsbraut?
4. Verður gert ráð fyrir löglegum keppnisgervigrasvelli sunnan við íþróttahús KA í breyttu deiliskipulagi?

Svar við fyrirspurn:

1. Vinnuhópur Dalsbrautarverkefnisins hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn Lundarskóla og KA um breytingar á deiliskipulagi svæðisins þar sem markmiðið var að finna lausn á ýmsum fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulaginu s.s. nýrri aðkomu að Lundarskóla og möguleikum á stækkun svæðis KA. Í framhaldi af þeim viðræðum er gert ráð fyrir að farið verði í vinnu við breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

2. Skipulagsnefnd gerir ráð fyrir að vinnuhópur Dalsbrautarverkefnisins haldi áfram að ræða við forsvarsmenn Lundarskóla og KA um breytingar á deiliskipulagi svæðisins þegar sú vinna fer í gang.

3. Samkvæmt tillögu að deiliskipulagi Dalsbrautar er gert ráð fyrir heimild fyrir breyttri aðkomu að Lundarskóla. Þar er einnig sýnd núverandi aðkoma að Lundarskóla. Hluti verkefnis vinnuhópsins er að komast að niðurstöðu um lausn á aðkomu að Lundarskóla.

4. Þar sem vinna við breytingu á deiliskipulaginu hefur ekki farið af stað er ekki hægt að svara fyrirspurninni á þessi stigi. Sjá einnig svar við lið nr. 1 og 2.

Auður Jónasdóttir V-lista tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

7.Hamratún 22-24 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011090103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. september 2011 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um breytingu á deiliskipulagi sem felst í að skipta lóðinni nr. 22-24 við Hamratún í tvær lóðir og byggja fjögurra íbúða hús á hvorri lóð. Meðfylgjandi er tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ehf, dagsett 4. október 2011.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Lundargata 8b - fyrirspurn um nýbyggingu

Málsnúmer 2011090116Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. september 2011 þar sem Guðmundur Heiðreksson og Magga Alda Magnúsdóttir eigendur Lundargötu 8b óska eftir afstöðu skipulagsnefndar til þess hvort leyfi fáist til að byggja lítið einbýlishús á lóðinni að Lundargötu 8b. Meðfylgjandi er afstöðumynd og nánari skýringar.

Skipulagsnefnd getur ekki fallist á beiðni um deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarhús á lóðinni þar sem samþykki meðeiganda lóðarinnar liggur ekki fyrir en um sameiginlega lóð með Lundargötu 8a er að ræða.

9.Lerkilundur 15 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2011090147Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. september 2011 þar sem Halldór Snæbjörnsson og Gróa Björk Jóhannesdóttir sækja um að setja risþak ofan á bílskúr, endurnýja þak, glugga og fl. á húsinu Lerkilundi 15. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Hólmatún 3-5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2011090151Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2011 þar sem Helgi Snorrason f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóðina nr. 3-5 við Hólmatún.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

11.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 28. september 2011. Lögð var fram fundargerð 366. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

12.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 5. október 2011. Lögð var fram fundargerð 367. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.