Önnur mál í bæjarráði

Málsnúmer 2010010117

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3228. fundur - 24.06.2010

Sigurður Guðmundsson lagði fram tillögu um að Ráðhústorgið yrði þökulakt í ár.
Bæjarráð vísar tillögunni til framkvæmdaráðs.

Framkvæmdaráð - 214. fundur - 06.08.2010

Sigfús Karlsson fór fram á það að fundir í framkvæmdaráði yrðu framvegis einnig boðaðir með sms til aðalmanna framkvæmdaráðs.

Bæjarráð - 3235. fundur - 19.08.2010

Ólafur Jónsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins spurðist fyrir um staðsetningu hjúkrunarheimilis.

Framkvæmdaráð - 215. fundur - 20.08.2010

Guðmundur Baldvin Guðmundsson spurðist fyrir um efnistöku úr Glerá.

Bæjarráð - 3236. fundur - 26.08.2010

Formaður bæjarráðs kynnti stöðu mála varðandi staðsetningu hjúkrunarheimilis.

Bæjarráð - 3240. fundur - 23.09.2010

Hermann Jón Tómasson fulltrúi S-lista óskaði bókað að hann spurðist fyrir um störf atvinnumálahóps og gerði athugasemd við fundarboðun vegna fundar hópsins 19. september sl.
Formaður vék af fundi kl. 11.05 og varaformaður tók við stjórn.

Bæjarráð - 3241. fundur - 07.10.2010

a) Sigurður Guðmundsson fulltrúi A-lista óskaði bókað að hann spurðist fyrir um lögmæti skipunar í stjórn Norðurorku hf.

b) Bæjarráð Akureyrar mótmælir harðlega þeim fyrirhugaða niðurskurði í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni sem boðaður er í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2011. Furðu vekur að um 85% af niðurskurðinum á sér stað utan höfuðborgarsvæðisins.
Niðurskurður sem boðaður er gagnvart heilbrigðisstofnunum á Norðurlandi er gróf aðför að búsetuskilyrðum á svæðinu og mun hafa víðtæk áhrif á lífsskilyrði þar.

Bæjarráð - 3242. fundur - 21.10.2010

a) Sigurður Guðmundsson fulltrúi A-lista óskar bókað að hann spurðist fyrir um rammasamning við Ríkiskaup í tengslum við samninga við olíufélögin N1 og Olís.
Hagsýslustjóri, Jón Bragi Gunnarsson, svaraði fyrirspurn Sigurðar.

Bæjarráð - 3245. fundur - 11.11.2010

Ólafur Jónsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskar bókað:
Í febrúar í ár gerði Fallorka ehf frumathugun á kostum þess að virkja í efri hluta Glerár, eða svo kallaða Glerárvirkjun 2. Þessi frumathugun var kynnt bæjaryfirvöldum og sýndi þá ekki nægjanlegar fjárhagslegar forsendur fyrir framkvæmdinni. Nú hafa komið fram upplýsingar, m.a. frá Landsvirkjun, um að reikna megi með stighækkandi raforkuverði á næstu árum og eins að bæði hefur krónan styrkst og vextir lækkað að undanförnu. Ég óska því eftir að fá nýja útreikninga hjá Fallorku ehf á verkefninu og eins að Fallorka ehf kynni bæjarráði við hentugleika aðra vænlega kosti sem fyrirtækið hefur verið að skoða til að virkja.

Ólafur óskar einnig eftir að bókað verði að hann óski eftir að fá úttekt á stöðu hönnunar- og skipulagsverkefna hjá bænum.

Bæjarráð - 3254. fundur - 16.12.2010

Sigurður Guðmundsson fulltrúi A-lista kom með fyrirspurn um olíuinnkaup hjá Akureyrarbæ.