Bæjarráð

3240. fundur 23. september 2010 kl. 09:00 - 11:13 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólafur Jónsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Karl Guðmundsson bæjarritari
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.OneSystems - fundarmannagátt - útsending gagna

Málsnúmer 2010080042Vakta málsnúmer

Rætt um útsendingu gagna fyrir fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fundinn undir þessum lið.

2.Norðurorka hf - hluthafafundur 2010

Málsnúmer 2010080081Vakta málsnúmer

Erindi dags. 13. september 2010 þar sem Franz Árnason fyrir hönd Norðurorku hf boðar til hluthafafundar í fundarsal Norðurorku hf, föstudaginn 1. október nk. kl. 16.00

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

3.Lánasjóður sveitarfélaga - hluthafafundur 2010

Málsnúmer 2010090107Vakta málsnúmer

Erindi dags. 15. september 2010 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf þar sem boðað er til hluthafafundar félagsins, föstudaginn 1. október 2010 kl. 13:00 í menningarhúsinu Hofi. Vakin er athygli á því að rétt til að sækja hluthafafund eiga allir sveitarstjórnarmenn.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

4.Metanorka ehf - ósk um samvinnu

Málsnúmer 2010090057Vakta málsnúmer

Erindi dags. 8. september 2010 þar sem Dofri Hermannsson fyrir hönd Metanorku ehf óskar eftir samvinnu við Akureyrarbæ um frekari rannsóknir á hauggasi í urðunarstaðnum á Glerárdal með söfnun, vinnslu og sölu þess í huga.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

Þegar hér var komið vék Halla Björk Reynisdóttir af fundi kl. 10.00.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2011

Málsnúmer 2010070048Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar ársins 2011.

6.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 21. september 2010:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa frekari umræðu málsins til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að dagskrárliðurinn skýrsla bæjarstjóra verði reglulega á dagskrá bæjarstjórnar.

7.Önnur mál

Málsnúmer 2010010117Vakta málsnúmer

Hermann Jón Tómasson fulltrúi S-lista óskaði bókað að hann spurðist fyrir um störf atvinnumálahóps og gerði athugasemd við fundarboðun vegna fundar hópsins 19. september sl.
Formaður vék af fundi kl. 11.05 og varaformaður tók við stjórn.

Fundi slitið - kl. 11:13.