Bæjarráð

3254. fundur 16. desember 2010 kl. 09:00 - 11:18 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólafur Jónsson
  • Edward Hákon Huijbens áheyrnarfulltrúi
  • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Karl Guðmundsson bæjarritari
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Dagskrá

1.Starf bæjarritara

Málsnúmer 2010120070Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kynnti málið.

Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum að leggja af stöðu bæjarritara Akureyrarkaupstaðar frá og með næstu áramótum 2010/2011.
Ólafur Jónsson fulltrúi D-lista sat hjá.
Samkomulag hefur náðst við bæjarritara um að hann gegni nýrri stöðu verkefnisstjóra innra eftirlits frá og með næstu áramótum. Hann mun einnig að hluta til gegna stöðu verkefnisstjóra innkaupa á meðan verkefnisstjórinn er í fæðingarorlofi. Bæjarstjóra og starfsmannastjóra falið að ganga frá málinu.

2.Vinabæjamót - tenglamót (kontaktmannamöte) í Västerås í ágúst 2011

Málsnúmer 2010090044Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dags. 7. desember 2010 frá Västerås, vinabæ Akureyrar, þar sem óskað er eftir samþykki bæjarins á því að færa tenglamótið sem halda átti dagana 10.- 13. ágúst nk. í Västerås til 24.- 27. ágúst 2011.

Bæjarráð samþykkir að tenglamótið verði flutt til 24.- 27. ágúst nk.

3.Afskriftir lána 2010

Málsnúmer 2010120024Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 8. desember 2010:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kynnti tillögu að afskriftum lána í fjárhagsaðstoð að upphæð kr. 517.207.
Félagsmálaráð samþykkir afskriftirnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir afskriftirnar.

4.Afskriftir krafna - 2010

Málsnúmer 2010120069Vakta málsnúmer

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri lagði fram tillögu um afskriftir krafna samtals að upphæð kr. 3.761.586.

Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra um afskriftirnar.

5.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2011 - reglur um afslátt af fasteignaskatti

Málsnúmer 2010110093Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2011.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Myndlistaskólinn á Akureyri - styrkur 2010

Málsnúmer 2010100045Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna áfram að málinu á fundi sínum þann 21. október sl.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Myndlistaskólann á Akureyri um 6 milljónir króna fyrir haustönn 2010 og er þá heildarstyrkur ársins orðinn samtals 18 milljónir króna.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2011 - gjaldskrár

Málsnúmer 2010070048Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2011.

Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrám 2011 og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2011

Málsnúmer 2010070048Vakta málsnúmer

13. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 7. desember 2010:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2011 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Hagsýslustjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram á milli umræðna svo og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu.

Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti

Rekstraryfirlit samstæðureiknings

Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar

A-hluta stofnanir:

Aðalsjóður

Fasteignir Akureyrarbæjar

Framkvæmdamiðstöð

Eignasjóður gatna o.fl.

B-hluta stofnanir:

Fráveita Akureyrar

Félagslegar íbúðir

Strætisvagnar Akureyrar

Bifreiðastæðasjóður Akureyrar

Hafnasamlag Norðurlands

Framkvæmdasjóður Akureyrar

Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur

Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar

Heilsugæslustöðin á Akureyri

Öldrunarheimili Akureyrar

Norðurorka hf

Bæjarráð vísar frumvarpinu til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

9.Önnur mál

Málsnúmer 2010010117Vakta málsnúmer

Sigurður Guðmundsson fulltrúi A-lista kom með fyrirspurn um olíuinnkaup hjá Akureyrarbæ.

Fundi slitið - kl. 11:18.