Framkvæmdaráð

215. fundur 20. ágúst 2010 kl. 10:00 - 10:48 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson
  • Jón Birgir Gunnlaugsson
  • Tómas Björn Hauksson
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Norðurá - samningur um urðun við Blönduós

Málsnúmer 2010070053Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags 5. ágúst 2010 frá Eiði Guðmundssyni framkvæmdastjóra Flokkunar ehf vegna urðunar á urðunarstaðnum Stekkjarvík (áður Sölvabakki) og samningur dags. 18. mars 2010 milli Flokkunar Eyjafjörður ehf og Norðurár bs um urðun úrgangs.

2.Hænsnahald - Akureyri

Málsnúmer 2010080007Vakta málsnúmer

Fyrirspurn og umsókn tveggja aðila um leyfi til að halda hænur.

Forstöðumanni umhverfismála er falið að vinna áfram að málinu.

3.Samþykkt um búfjárhald - endurskoðun

Málsnúmer 2010080055Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samþykkt um búfjárhald í Akureyrarkaupstað.

Forstöðumanni umhverfismála er falið að vinna áfram að málinu.

4.Önnur mál

Málsnúmer 2010010117Vakta málsnúmer

Guðmundur Baldvin Guðmundsson spurðist fyrir um efnistöku úr Glerá.

Fundi slitið.

Fundi slitið - kl. 10:48.