Menntasmiðja kvenna

Málsnúmer 2008080086

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 73. fundur - 29.09.2010

Farið yfir stöðu samnings við Starfsendurhæfingu Norðurlands um rekstur á Menntasmiðju kvenna.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að endurskoða samninginn.

Samfélags- og mannréttindaráð - 78. fundur - 12.01.2011

Umræður um framkvæmd á Menntasmiðju kvenna á haustönn 2010. Gestir fundarins undir þessum lið voru Sigrún Sigurðardóttir sem stýrði Menntasmiðju kvenna f.h. Starfsendurhæfingar Norðurlands og Þorbjörg Ásgeirsdóttir fulltrúi frá Félagi um menntasmiðjur og stundakennari við Menntasmiðju kvenna.
Guðlaug Kristinsdóttir mætti á fundinn kl. 16.45.
Anna Hildur Guðmundsdóttir mætti á fundinn kl. 17.00.

Samfélags- og mannréttindaráð - 78. fundur - 12.01.2011

Rætt um endurskoðun á samningi við Starfsendurhæfingu Norðurlands um rekstur Menntasmiðju kvenna. Málið var áður á dagskrá samfélags- og mannréttindaráðs 29. september 2010.
Guðlaug Kristinsdóttir mætti á fundinn kl. 16.45.
Anna Hildur Guðmundsdóttir mætti á fundinn kl. 17.00.

Samfélags- og mannréttindaráð - 79. fundur - 19.01.2011

Framhald umræðu um stöðu samnings við Starfsendurhæfingu Norðurlands um rekstur á Menntasmiðju kvenna.
Geirlaug Björnsdóttir framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Norðurlands var gestur fundarins.

Guðlaug Kristinsdóttir B-lista mætti til fundar kl. 17.40.

Samfélags- og mannréttindaráð - 80. fundur - 02.02.2011

Áframhaldandi umræður um Menntasmiðju kvenna.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið.
Anna Hildur Guðmundsdóttir mætti til fundar kl. 17:15.

Samfélags- og mannréttindaráð - 84. fundur - 06.04.2011

Áframhaldandi umræður um Menntasmiðju kvenna.
Á fundinn komu Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Þorbjörg Ásgeirsdóttir, Guðrún Hadda Bjarnadóttir og Valgerður H. Bjarnadóttir frá Félagi um menntasmiðjur og kynntu sögu og hugmyndafræði menntasmiðja. Einnig lögðu þær fram endurskoðaðar hugmyndir sínar um rekstur menntasmiðja í samstarfi við Akureyrarbæ.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar kynninguna og tekur málið aftur upp á vordögum.

Guðlaug Kristinsdóttir B-lista vék af fundi kl. 18:40.

Samfélags- og mannréttindaráð - 86. fundur - 06.05.2011

Umræður um stöðu samnings við Starfsendurhæfingu Norðurlands um rekstur Menntasmiðju kvenna.

Samfélags- og mannréttindaráð sér ekki ástæðu til að gera breytingar á núgildandi rekstrarsamningi við Starfsendurhæfingu Norðurlands um rekstur á Menntasmiðju kvenna sem gildir út árið 2012.

Samfélags- og mannréttindaráð - 93. fundur - 05.10.2011

Erindi dags. 20. september 2011 frá Sigrúnu Sigurðardóttur forstöðufreyju Menntasmiðju kvenna f.h. Starfsendurhæfingar Norðurlands þar sem óskað er eftir samþykki samfélags- og mannréttindaráðs fyrir breytingu á námsefni menntasmiðjunnar. Í stað kennslu í ensku, íslensku og tölvum verður aukin áhersla á sjálfstyrkingu, hópefli og hreyfingu.

Samfélags- og mannréttindaráð heimilar umbeðnar breytingar og felur framkvæmdastjóra að gera breytingar á gildandi samningi við Starfsendurhæfingu Norðurlands í samræmi við þær. Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir jafnframt að breyta heiti námsleiðarinnar í Kvennasmiðja.

Samfélags- og mannréttindaráð - 93. fundur - 05.10.2011

Erindi dags. 29. ágúst 2011 frá Þorbjörgu Ásgeirsdóttur f.h. Félags um menntasmiðjur þar sem gerðar eru athugasemdir við þá ákvörðun samfélags- og mannréttindaráðs 6. maí 2011 að gera ekki breytingar á gildandi samningi við Starfsendurhæfingu Norðurlands um rekstur á Menntasmiðju kvenna út árið 2012. Jafnframt er óskað eftir því að ráðið geri grein fyrir því hvernig það hyggst tryggja að staðið verði við samninginn.

Samfélags- og mannréttindaráð vísar til 4. liðar þar sem fram kemur að ráðið hefur samþykkt að gera breytingu á samningnum við Starfsendurhæfingu Norðurlands hvað varðar námsgreinar og heiti námsleiðarinnar. Samfélags- og mannréttindaráð felur framkvæmdastjóra að hafa eftirlit með framkvæmd samningsins.

Samfélags- og mannréttindaráð - 96. fundur - 02.11.2011

Á fundi sínum 5. október 2011 samþykkti samfélags- og mannréttindaráð að gera breytingar á samningi við Starfsendurhæfingu Norðurlands um rekstur námsleiðar fyrir konur.
Lögð var fram tillaga að nýjum samningi.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir samninginn með fyrirvara um samþykki bæjarlögmanns á þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Samfélags- og mannréttindaráð - 104. fundur - 21.03.2012

Lögð fram til kynningar skýrsla Sigrúnar Sigurðardóttur verkefnastjóra hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands, dags. 15. febrúar 2012 um rekstur Kvennasmiðjunnar á haustönn 2011.

Samfélags- og mannréttindaráð - 118. fundur - 12.12.2012

Farið yfir stöðu samnings við Starfsendurhæfingu Norðurlands um rekstur kvennasmiðju.

Samfélags- og mannréttindaráð - 119. fundur - 21.01.2013

Lögð fram til kynningar skýrsla Starfsendurhæfingar Norðurlands um kvennasmiðju á haustönn 2012.

Samfélags- og mannréttindaráð - 120. fundur - 06.02.2013

Rætt um stofnun vinnuhóps um áherslur í starfrækslu kvennasmiðju. Starfsendurhæfing Norðurlands hefur samkvæmt samningi við Akureyrarbæ rekið kvennasmiðju á undanförunum árum.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að setja á stofn vinnuhóp sem hefur það verkefni að ákveða áhersluþætti fyrir áframhaldandi starfrækslu kvennasmiðju. Ráðið tilnefnir Regínu Helgadóttur sem fulltrúa ráðsins í vinnuhópnum og óskar eftir tilnefningu frá félagsmálaráði og/eða fjölskyldudeild, Vinnumálastofnun og Starfsendurhæfingu Norðurlands. Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar mun starfa með hópnum.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti til fundar kl. 17:25.

Félagsmálaráð - 1160. fundur - 27.02.2013

Fyrir liggur beiðni frá samfélags- og mannréttindaráði um tilnefningu í vinnuhóp vegna kvennasmiðju.

Félagsmálaráð tilnefnir Val Sæmundsson sem fulltrúa ráðsins.

Samfélags- og mannréttindaráð - 125. fundur - 30.04.2013

Á fundi sínum 6. febrúar sl. samþykkti samfélags- og mannréttindaráð að stofna vinnuhóp sem hefði það verkefni að ákveða áhersluþætti fyrir kvennasmiðju. Niðurstöður vinnuhópsins voru lagðar fram til kynningar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 127. fundur - 05.06.2013

Umræður um samstarf við Starfsendurhæfingu Norðurlands um rekstur kvennasmiðju.

Samfélags- og mannréttindaráð felur formanni og framkvæmdastjóra að ganga frá samstarfssamningi við Starfsendurhæfingu Norðurlands.