Samfélags- og mannréttindaráð

73. fundur 29. september 2010 kl. 16:30 - 18:45 Trója austur 2. hæð Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Heimir Haraldsson
  • Guðlaug Kristinsdóttir
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2011 - samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2010090135Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

2.Forvarnastefna - aðgerðaáætlun 2010-2011

Málsnúmer 2007090104Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar aðgerðaáætlun um fræðslu í forvarnamálum veturinn 2010-2011.

Samfélags- og mannréttindaráð felur Grétu Kristjánsdóttur umsjónarmanni forvarna að kynna áætlunina fyrir félagsmálaráði, íþróttaráði og skólanefnd. Ráðið telur það eðlilegt ferli áður en vinnuhópur um endurskoðun forvarnastefnu tekur til starfa.

3.Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar - Akureyri 2010

Málsnúmer 2010030175Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi frá Jónu Lovísu Jónsdóttur fh. stjórnar ÆSKÞ þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu. Stjórn Akureyrarstofu hefur á fundi sínum 19. ágúst sl. óskað eftir því að samfélags- og mannréttindaráð taki umsóknina til umfjöllunar m.t.t. niðurfellingar á húsaleigu í Rósenborg. Málið var áður á dagskrá samfélags- og mannréttindaráðs 8. september sl.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk fyrir húsaleigu í Rósenborg að upphæð kr. 30.000.

4.Menntasmiðja kvenna

Málsnúmer 2008080086Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu samnings við Starfsendurhæfingu Norðurlands um rekstur á Menntasmiðju kvenna.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að endurskoða samninginn.

5.Starfsáætlun 2011

Málsnúmer 2010090136Vakta málsnúmer

Unnið að undirbúningi starfsáætlunar fyrir árið 2011.

6.OneSystems - fundarmannagátt

Málsnúmer 2010080042Vakta málsnúmer

Kynntur nýr vefaðgangur að fundargögnum fyrir fulltrúa í samfélags- og mannréttindaráði.

Fundi slitið - kl. 18:45.