Samfélags- og mannréttindaráð

93. fundur 05. október 2011 kl. 17:00 - 19:05 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson varaformaður
  • Guðlaug Kristinsdóttir
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2012 - samfélags- og mannréttindadeild

Málsnúmer 2011090010Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012. Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála og Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sátu fundinn undir þessum lið.

2.Fjárhagsáætlun 2011 - samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2010090135Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu fjárhagsáætlunar samfélags- og mannréttindadeildar. Vegna afleysinga í veikindaforföllum stefnir í að launakostnaður verði kr. 2.140.000 hærri en áætlað var og því er óskað eftir auknu fjármagni til að mæta því. Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála og Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sátu fundinn undir þessum lið.

Samfélags og mannréttindaráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs.

3.Gjaldskrá Rósenborgar 2012

Málsnúmer 2011090144Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir útleigu kennslustofa og sala í Rósenborg. Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála og Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sátu fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir gjaldskrána og vísar til bæjarráðs.

4.Menntasmiðja kvenna 2008-2012 - samningur við Starfsendurhæfingu Norðurlands - breyting á samningi

Málsnúmer 2008080086Vakta málsnúmer

Erindi dags. 20. september 2011 frá Sigrúnu Sigurðardóttur forstöðufreyju Menntasmiðju kvenna f.h. Starfsendurhæfingar Norðurlands þar sem óskað er eftir samþykki samfélags- og mannréttindaráðs fyrir breytingu á námsefni menntasmiðjunnar. Í stað kennslu í ensku, íslensku og tölvum verður aukin áhersla á sjálfstyrkingu, hópefli og hreyfingu.

Samfélags- og mannréttindaráð heimilar umbeðnar breytingar og felur framkvæmdastjóra að gera breytingar á gildandi samningi við Starfsendurhæfingu Norðurlands í samræmi við þær. Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir jafnframt að breyta heiti námsleiðarinnar í Kvennasmiðja.

5.Menntasmiðja kvenna 2008-2012 - samningur við Starfsendurhæfingu Norðurlands - athugasemdir

Málsnúmer 2008080086Vakta málsnúmer

Erindi dags. 29. ágúst 2011 frá Þorbjörgu Ásgeirsdóttur f.h. Félags um menntasmiðjur þar sem gerðar eru athugasemdir við þá ákvörðun samfélags- og mannréttindaráðs 6. maí 2011 að gera ekki breytingar á gildandi samningi við Starfsendurhæfingu Norðurlands um rekstur á Menntasmiðju kvenna út árið 2012. Jafnframt er óskað eftir því að ráðið geri grein fyrir því hvernig það hyggst tryggja að staðið verði við samninginn.

Samfélags- og mannréttindaráð vísar til 4. liðar þar sem fram kemur að ráðið hefur samþykkt að gera breytingu á samningnum við Starfsendurhæfingu Norðurlands hvað varðar námsgreinar og heiti námsleiðarinnar. Samfélags- og mannréttindaráð felur framkvæmdastjóra að hafa eftirlit með framkvæmd samningsins.

6.Málþingið Þú skilur mig ekki - athugasemdir

Málsnúmer 2011040090Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 28. september 2011 frá Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur bæjarfulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs þar sem gerðar eru athugasemdir við kynjahlutfall frummælenda á málþinginu Þú skilur mig ekki sem haldið var 29. september sl.
Andrea óskar eftir að eftirfarandi athugasemd hennar verði færð til bókar:
"Um leið og ég vil fagna þeirri áherlsu sem samfélags- og mannréttindaráð hefur lagt á góð og heilbrigð samskipti foreldra og barna hér á Akureyri vil ég lýsa yfir miklum vonbrigðum yfir því að jafnréttisnefnd Akureyrar, sem ráðið óneitanlega er, komi að skipulagningu og stuðningi við málþing (29. september 2011) um samskipti fjölskyldunnar þar sem allir frummælendurnir, sem ræða um uppeldi barna og unglinga á faglegum forsendum, eru karlar. Mér finnst skjóta skökku við að í samfélagi þar sem allar rannsóknir sýna að ábyrgð á barnauppeldi er fremur á höndum kvenna en karla að bæjarfélagið, sem státar af góðri stöðu jafnréttismála, sendi þau skilaboð til mæðra, feðra og unglinga í bænum að einungis karlar séu sérfræðingar í samskiptum innan fjölskyldna. Varaformaður ráðsins lagði á það áherslu á bæjarstjórnarfundi þann 20. september sl. að bæjarfulltrúar ættu ávallt að vera til fyrirmyndar þegar kemur að jafnréttismálum, við hljótum þá jafnframt að geta gert þá kröfu að jafnréttisnefnd bæjarins sé ávallt í fararbroddi hvað jafnréttismál varðar og sendi ekki þau skilaboð til íbúa bæjarins að karlar séu einu sérfræðingarnir í bæjarfélaginu um samskipti fjölskyldna og uppeldi barna og unglinga. Eins og óneitanlega er verið að gera þarna."

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur fyrir ábendinguna og telur mikilvægt að nefndir og ráð bæjarfélagsins séu til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Aðstandendur málþingsins Þú skilur mig ekki voru Meðferðarheimilið Laugalandi og samfélags- og mannréttindaráð. Lagt var upp með að þeir sérfræðingar sem hefðu framsögu tengdust Laugalandi. Þannig háttar til að meirihluti þeirra sérfræðinga sem þar starfa eru karlar. Þannig háttar einnig til að í fíkniefnadeild lögreglunnar á Akureyri starfa karlar og þótti brýnt að taka stöðuna á Akureyri vegna eftirfylgni við málþingið Bara gras? sem haldið var í vor. Í heildina komu 5 karlar og 3 konur fram á málþinginu, tvær þeirra stýrðu því. Á þennan hátt tengdist málþingið tónleikunum Í minningu Sissu sem skipulagt var af þeim stúlkum sem eru í meðferð á Laugalandi og haldnir voru daginn eftir en samfélags- og mannréttindaráð var ekki skipulagsaðili tónleikanna heldur veitti ráðið málefninu stuðning.

7.Málþingið Þú skilur mig ekki

Málsnúmer 2011040090Vakta málsnúmer

Rætt um þátttöku samfélags- og mannréttindaráðs í minningartónleikum sem haldnir voru 30. september sl.

Að gefnu tilefni vill samfélags- og mannréttindaráð taka fram að keyptir voru miðar fyrir ráðið á minningartónleikana Í minningu Sissu. Þegar sú ákvörðun var tekin hafði miðasala verið dræm og því ákvað ráðið að kaupa miða fyrir forvarnafulltrúa og aðal- og varamenn í ráðinu. Miðakaupin voru til viðbótar styrk sem ráðið hyggst veita vegna tónleikanna. Í fjölmiðlum mun koma fram að það sé vond stjórnsýsla og vill formaður samfélags- og mannréttindaráðs taka fram að hún beri fulla ábyrgð á því.

Fundi slitið - kl. 19:05.