Ósk um kaup á vatnsblásara fyrir Bogann

Málsnúmer 2021050002

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 94. fundur - 05.05.2021

Erindi dagsett 9. apríl 2021 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs íþróttafélags þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á vatnsblásara til að bleyta gervigrasið í Boganum og til rykbindingar innanhúss.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA, Reimar Helgason framkvæmdastjóri Þórs og Björgvin Hrannar Björgvinsson byggingastjóri viðhalds á umhverfis- og mannvirkjasviði sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir fjármagni úr búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjaráðs að upphæð kr. 3.224.000 til að fjármagna kaup á vatnsblásara.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 100. fundur - 07.05.2021

Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 5. maí 2021:

Erindi dagsett 9. apríl 2021 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs íþróttafélags þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á vatnsblásara til að bleyta gervigrasið í Boganum og til rykbindingar innanhúss.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA, Reimar Helgason framkvæmdastjóri Þórs og Björgvin Hrannar Björgvinsson byggingastjóri viðhalds á umhverfis- og mannvirkjasviði sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir að óska eftir fjármagni úr búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjaráðs að upphæð kr. 3.224.000 til að fjármagna kaup á vatnsblásara.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðni um upphæð kr. 3.500.000 til að fjármagna kaup á vatnsblásara.