Beiðni um að fá að halda Aldursflokkameistaramót Íslands (AMÍ) í Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2021040470

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 93. fundur - 14.04.2021

Erindi dagsett 20. mars 2021 frá Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur formanni Sundfélagsins Óðins þar sem óskað er eftir að fá afnot af Sundlaug Akureyrar dagana 25.- 27. júní 2021 til að halda AMÍ.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Elín H. Gísladóttir forstöðumaður sundlauga og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

Frístundaráð - 94. fundur - 05.05.2021

Erindi dagsett 20. mars 2021 frá Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur formanni Sundfélagsins Óðins þar sem óskað er eftir að fá afnot af Sundlaug Akureyrar dagana 25.- 27. júní 2021 til að halda AMÍ. Einnig erindi dagsett 22. apríl 2021 þar sem óskað er eftir að fá frí afnot af Íþróttahöllinni fyrir lokahóf mótsins.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að Sundfélagið Óðinn fá afnot af Sundlaug Akureyrar þá daga sem Aldursflokkameistaramótið er haldið og samþykkir einnig að félagið fái frí afnot af Íþróttahöllinni fyrir lokahóf. Vegna mikils fjölda þátttakenda verður sundlaugin lokuð almenningi á þeim tíma sem mótið fer fram en frístundaráð samþykkir að sundlaugin verði opin fyrir almenning frá kl. 17:00 - 22:00 mótsdagana.

Frístundaráð leggur áherslu á að þessi breyting á opnunartíma verði vel auglýst og bent verði á aðrar sundlaugar í sveitarfélaginu og næsta nágrenni.