Stuðningur við aukið félagsstarf fullorðinna 2021 vegna COVID-19

Málsnúmer 2021032007

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 13. fundur - 30.03.2021

Félags- og barnamálaráðherra hvetur sveitarfélög til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2021, með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna COVID-19. Eldri borgarar hafa víða þurft að þola skerta samveru og félagslega einangrun vegna samkomutakmarkana og sjálfskipaðrar sóttkvíar. Af þeim sökum er sérstaklega mikilvægt að leggja aukna áherslu á frístundaiðkun, geðrækt, hreyfingu, tæknilæsi og forvarnir með það að markmiði að auka lífsgæði og heilbrigði fólks, fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun.

Samþykkt hefur verið að styðja við þau sveitarfélög sem, vegna COVID-19, hyggjast auka við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna 2021 umfram hefðbundið starf.

Á þessum grundvelli gefst sveitarfélögum kostur á að sækja um fjárframlag vegna viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna árið 2021. Umsóknarfrestur er til 7. apríl kl. 16:00.
Öldungaráð fagnar þessu framtaki og hvetur til þess að samráð verði haft við félag eldri borgara og/eða önnur félagasamtök og felur starfsmönnum að senda inn umsókn með þeim hugmyndum sem voru lagðar fyrir á fundinum.

Öldungaráð - 14. fundur - 03.05.2021

Félagsmálaráðuneytið auglýsti eftir umsóknum vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir árið 2021. Akureyrarbær sendi inn umsókn um tvö verkefni.

Félagsmálaráðuneytið hefur samþykkt innsenda umsókn og veitir styrk að upphæð kr. 4.532.200 vegna þessa verkefnis.

Öldungaráð fagnar þessu framlagi og leggur áherslu á að gott samstarf verði haft við Félag eldri borgara er varðar framboð af heilsueflandi tilboðum.

Frístundaráð - 94. fundur - 05.05.2021

Félagsmálaráðuneytið auglýsti eftir umsóknum vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir árið 2021. Akureyrarbær sendi inn umsókn um tvö verkefni. Annars vegar til að auka við heilsueflingu fyrir þennan aldur og hins vegar til að auka félagslega þátttöku með skjásamtölum til þeirra sem eru félagslega einangraðir og meiri upplýsingamiðlun um það sem eldri borgurum stendur til boða.

Félagsmálaráðuneytið hefur samþykkt að styrkja verkefnin um kr. 4.532.200.

Frístundaráð fagnar því að félagsmálaráðuneytið úthluti viðbótarfjármagni til að efla félagsstarf fullorðinna og þeim verkefnum sem farið verður af stað með fyrir veitta styrkupphæð.
Viðar Valdimarsson vék af fundi kl. 12:58.

Velferðarráð - 1338. fundur - 05.05.2021

Félagsmálaráðuneytið auglýsti eftir umsóknum vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir árið 2021. Akureyrarbær sendi inn umsókn um tvö verkefni.

Félagsmálaráðuneytið hefur samþykkt innsenda umsókn. Við úthlutun fjármagns er horft til fjölda 67 ára og eldri í sveitarfélaginu.

Alls verða lagðar kr. 4.532.200 inn á reikning sveitarfélagsins á næstu dögum vegna þessa verkefnis.