Akureyri á iði

Málsnúmer 2015040025

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 166. fundur - 09.04.2015

Lögð fram til kynningar staða mála á verkefninu "Akureyri á iði" sem verður hleypt af stokkunum í maí næstkomandi.

Íþróttaráð - 167. fundur - 07.05.2015

Lögð fram til kynningar dagskrá "Akureyri á iði" og "Afmælishátíðar ÍBA" þann 9. maí 2015.
Íþróttaráð fagnar fjölbreyttri dagskrá, góðum viðbrögðum og þátttöku í Akureyri á iði.
Íþróttaráð vill koma á framfæri þakklæti til allra íþróttafélaga, einstaklinga og fyrirtækja sem koma að dagskrá Akreyri á iði.
Íþróttaráð hvetur til góðrar þátttöku í afmælisdagskrá ÍBA.

Íþróttaráð - 185. fundur - 04.02.2016

Umræður um Akureyri á iði 2016.
Íþróttaráð felur Ingibjörgu Ólöfu Isaksen og Birnu Baldursdóttur ásamt forstöðumanni íþróttamála að vinna að undirbúningi "Akureyri á iði 2016" sem verður í maí nk.

Íþróttaráð - 191. fundur - 19.05.2016

Farið yfir stöðu verkefnisins Akureyri á iði og Hreyfivika UMFÍ kynnt.
Íþróttaráð hefur ákveðið að bjóða frían aðgang að sundlaugum Akureyrarbæjar einn dag í "Hreyfiviku UMFÍ" og af tilefni "Akureyri á iði". Forstöðumanni íþróttamála falið að vinna málið áfram með forstöðumönnum sundlauganna.

Íþróttaráð hvetur bæjarbúa til þátttöku í "Akureyri á iði" og "Hreyfiviku UMFÍ"

Frístundaráð - 7. fundur - 27.04.2017

Deildarstjóri íþróttamála gerði grein fyrir verkefninu Akureyri á iði sem stendur yfir í maímánuði og lagði til að bæjarbúum verði boðinn frír aðgangur að sundlaugum bæjarins einn dag í maímánuði í tilefni verkefnisins.
Frístundaráð samþykkir að bjóða frían aðgang að sundlaugum Akureyrarbæjar einn dag í viku í tilefni af "Akureyri á iði". Deildarstjóra íþróttamála falið að vinna málið áfram með forstöðumönnum sundlauganna.

Frístundaráð hvetur bæjarbúa til þátttöku í "Akureyri á iði", "Hjólað í vinnuna" og "Hreyfiviku UMFÍ" sem fara af stað í maí nk.

Frístundaráð - 30. fundur - 26.04.2018

Deildarstjóri íþróttamála gerði grein fyrir verkefninu Akureyri á iði sem stendur yfir í maímánuði og leggur til að bæjarbúum verði boðinn frír aðgangur að sundlaugum bæjarins einu sinni í viku í maímánuði í tilefni verkefnisins.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir tillögu deildarstjóra íþróttamála og hvetur bæjarbúa til þátttöku í verkefninu Akureyri á iði.

Jafnframt samþykkir ráðið að veittur verið 15% afsláttur af árskorti í sund á meðan Akureyri á iði stendur yfir.

Frístundaráð - 53. fundur - 03.04.2019

Deildarstjóri íþróttamála gerði grein fyrir verkefninu Akureyri á iði sem stendur yfir í maímánuði og leggur til að bæjarbúum verði boðinn frír aðgangur að sundlaugum bæjarins einu sinni í viku og veittur verði afsláttur af árskortum í maímánuði í tilefni verkefnisins.

Frístundaráð samþykkir tillögu deildarstjóra og felur honum nánari útfærslu á hugmyndinni.

Ráðið samþykkir tillögu Huldu Margrétar Sveinsdóttur áheyrnarfulltrúa ungmennaráðs að veittur verði 20% afsláttur af árskortum í maí.

Frístundaráð - 94. fundur - 05.05.2021

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram til kynningar og umræðu útfærslu á verkefninu Akureyri á iði sem stendur yfir í maímánuði.
Frístundaráð samþykkir að veittur verði 20% afsláttur af árskorti í sund, í maí, í tengslum við verkefnið Akureyri á iði.

Frístundaráð hvetur bæjarbúa til að taka þátt í verkefnunum Akureyri á iði og Hjólað í vinnunna.