Íþróttafélagið Akur - aðstaða bogfimideildar

Málsnúmer 2021031754

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 93. fundur - 14.04.2021

Erindi dagsett 22. mars 2021 frá stjórn Íþróttafélagsins Akurs vegna aðstöðuleysis bogfimideildar félagsins. Aðstöðumál bogfimideildar Akurs var síðast á dagskrá ráðsins á haustdögum 2020 og var þá vísað til fjárhagsáætlunar 2021 og bráðabirgðarlausnir fundnar.

Stjórn ÍBA tók erindið fyrir á fundi sínum 12. apríl 2021.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð vill koma á framfæri þakklæti til Hestamannafélagsins Léttis fyrir að útvega bogfimideildinni aðstöðu sl. vetur.

Frístundaráð hefur ekkert annað húsnæði eins og staðan er í dag sem gæti nýst undir framtíðar starfsemi bogfimideildar og getur því ekki orðið við erindinu en felur starfsmönnum að vinna í því að finna tíma í mannvirkjum næsta haust og þar með talið í reiðhöllinni ef kostur er á.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 6. fundur - 21.03.2022

Erindi dagsett 17. mars 2022 frá Jóni Heiðari Jónssyni formanni Íþróttafélagsins Akurs varðandi æfingaaðstöðu bogfimideilar félagsins.
Frestað til næsta fundar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 8. fundur - 25.04.2022

Erindi dagsett 17. mars 2022 frá Jóni Heiðari Jónssyni formanni Íþróttafélagsins Akurs varðandi æfingaaðstöðu bogfimideilar félagsins.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Íþróttafélaginu Akri fyrir erindið. Leitað hefur verið leiða til að finna nýtt húsnæði en því miður án árangurs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 35. fundur - 14.08.2023

Erindi dagsett 4. ágúst frá Jóni Heiðari Jónssyni formanni Íþróttafélagsins Akurs þar sem óskað er eftir tímabundnum styrk frá Akureyrarbæ til að leigja æfingarhúsnæði fyrir bogfimistarfsemi félagsins frá september 2023 til maí 2024.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar fyrir erindið og vísar því til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2024.