Frístundaráð

64. fundur 09. október 2019 kl. 12:00 - 14:10 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Hulda Margrét Sveinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Virkið - virknisetur fyrir ungt fólk án atvinnu

Málsnúmer 2011090009Vakta málsnúmer

Guðrún Þórsdóttir verkefnastjóri Virkisins gerði grein fyrir starfseminni á árinu 2019.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

2.Skapandi sumarstörf

Málsnúmer 2019100124Vakta málsnúmer

Kjartan Sigtryggsson verkefnastjóri menningarmála ungs fólks fór yfir skýrslu skapandi sumarstarfa 2019.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

3.Vinnuskóli

Málsnúmer 2019040283Vakta málsnúmer

Orri Stefánsson verkefnastjóri atvinnumála ungs fólks og umsjónarmaður Vinnuskóla Akureyrar fór yfir lokaskýrslu Vinnuskóla Akureyrar fyrir sumarið 2019.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

4.Félag eldri borgara á Akureyri - samkomulag

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. september 2019 frá Hauki Halldórssyni formanni Félags eldri borgara þar sem óskað er eftir endurskoðun á framlagi Akureyrarbæjar samkvæmt 6. gr. í samningi bæjarins og Félags eldri borgara á Akureyri.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að verða við beiðni um hækkun á framlagi.

5.Jafnréttismat - jafnréttisskimun

Málsnúmer 2019100126Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og umræðu nýtt form eyðublaðs vegna jafnréttismats við gerð fjárhagsáætlunar.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur starfsmönnum að vinna áfram með málið.

6.Frístundastyrkur Akureyrarbæjar - undanþága til nýtingar utan Akureyrar

Málsnúmer 2019100097Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2019 frá Hildi Ýr Kristinsdóttur sem óskar eftir því að nýta frístundastyrk Akureyrarbæjar fyrir dóttur sína til niðurgreiðslu æfingagjalda hjá UMSS í Skagafirði.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð tekur jákvætt í erindið og felur deildarstjóra íþróttamála að uppfæra úthlutunarreglur og leggja fyrir ráðið.

7.Íþróttadeild - skipulag deildarinnar

Málsnúmer 2019060005Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála lagði fram til samþykktar tillögu að breytingum á skipulagi íþróttadeildar samfélagssviðs.
Afgreiðslu frestað.
Formaður óskaði eftir fundarhléi kl. 13:30.
Fundi framhaldið kl. 13:40.

8.Sundlaug Grímseyjar

Málsnúmer 2017090085Vakta málsnúmer

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlauga Akureyrar gerði grein fyrir stöðu mála er varðar rekstur sundlaugarinnar í Grímsey.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

9.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir frístundaráð.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 14:10.