Liður 10 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 23. október 2019:
Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála lagði fram til samþykktar tillögu að breytingum á skipulagi íþróttadeildar samfélagssviðs.
Meirihluti frístundaráðs samþykkir tillöguna með atkvæðum fulltrúa L, S og B-lista tillöguna og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði. Fulltrúar D og M-lista sátu hjá.