Orri Stefánsson verkefnastjóri atvinnumála ungs fólks og umsjónarmaður Vinnuskóla Akureyrar fór yfir lokaskýrslu Vinnuskóla Akureyrar fyrir sumarið 2019.
Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Orri Stefánsson umsjónarmaður Vinnuskóla Akureyrarbæjar mætti á fundinn og gerði grein fyrir fyrirkomulagi vinnuskólans og sumarvinnu með stuðningi sumarið 2020.
Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundardeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir að tekin verði umræða með ungmennaráði um fyrirkomulag fræðslu í vinnuskólanum.
Frístundaráð óskaði eftir því að tekin yrði umræða með ungmennaráði um fyrirkomulag fræðslu í Vinnuskólanum
Fulltrúum ungmennaráðs þykir mikilvægt að fræðsla í Vinnuskólanum snúi að því að undirbúa ungmenni sem best fyrir framtíðina og leggja til að áhersla verði lögð á fræðslu eða námskeið fyrir ungmenni sem gerir þeim betur kleift að mynda sér eigin skoðanir og færa rök fyrir þeim. Þá leggur ungmennaráð fram eftirfarandi tillögur að fræðslu fyrir starfsmenn Vinnuskólans:
Námskeið í gagnrýnni hugsun.
Fræðslu um kynlíf og klám með áherslu á að setja mörk í kynlífi og að það má segja nei. Fræðslu um fjármál.
Fræðslu um neyslu og neysluhyggju.
Fræðslu um stjórnmál og þá ábyrgð sem fylgir því að kjósa í ljósi umræðu um lækkun kosningaaldurs.
Þá leggja fulltrúar ungmennaráðs til að ungmennaráð sinni jafningjafræðslu fyrir ungmenni í Vinnuskólanum.
Ungmennaráð felur Ölfu Dröfn, verkefnisstjóra Barnvæns sveitarfélags, að hafa samband við Félagsmiðstöðvar Akureyrar og vinna málið áfram.
Lögð fram skýrsla um starfsemi vinnuskóla og annarra sumarstarfa 2021.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála og Orri Stefánsson umsjónarmaður vinnuskólans sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fyrir greinargóða skýrslu.
Í tengslum við Sumarvinnu með stuðningi hvetur ráðið stofnanir Akureyrarbæjar og fyrirtæki til að sýna samfélagslega ábyrgð með því að taka ungmenni, sem á stuðningi þurfa að halda, í vinnu.